Handbolti

Mosfellingar bættu stöðu sína á toppnum | Markaskorarar kvöldsins í handboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði tíu mörk.
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði tíu mörk. Vísir/Stefán
Afturelding er komið með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir eins marks heimasigur á Gróttu í Mosfellsbænum í kvöld. Stjörnumenn komust upp í þriðja sætið með sigri á Selfossi á sama tíma.

Afturelding hefur unnið sex af fyrstu sjö leikjum tímabilsins en liðið vann 27-26 sigur á Gróttu í kvöld. Mosfellingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn og náði mest fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum.

Grótta náði að minnka muninn í eitt mark á lokakaflanum en leikmenn Aftureldingar héldu ró sinni og tókst að landa mikilvægum sigri. Árni Bragi Eyjólfsson átti flottan leik og skoraði tíu mörk fyrir Aftureldingu.

Stefán Darri Þórsson tryggði Stjörnunni eins marks sigur á Selfossi, 25-24, með sínu eina marki í leiknum en sigurmark hans kom rétt fyrri leikslok.

Jóhann Ingi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, stýrði liðinu í þessum leik vegna þessa að Einar Jónsson tók út leikbann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk eftir tapleikinn á móti Aftureldingu.

Selfyssingar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik en gestirnir úr Garðabænum unnu seinni hálfleikinn 15-10 og þar með leikinn.



Afturelding - Grótta 27-26 (15-12)

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 10, Mikk Pinnonen 5, Guðni Már Kristinsson 4, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Elvar Ásgeirsson 1, Birkir Benediktsson 1.

Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 7, Júlíus Þórir Stefánsson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Nökkvi Dan Elliðason 4, Aron Dagur Pálsson 3, Elvar Friðriksson 2, Þórir Bjarni Traustason 2.



Selfoss - Stjarnan 24-25 (14-10)

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 7, Andri Már Sveinsson 5, Einar Sverrisson 5, Guðjón Ágústsson 2, Hergeir Grímsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Alexander Már Egan 1.

Mörk Stjörnunnar: Ari Magnús Þorgeirsson 7, Garðar Benedikt Sigurjónsson 4, Starri Friðriksson 4, Guðmundur Sigurður Guðmundsson 4, Andri Hjartar Grétarsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Stefán Darri Þórsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×