Innlent

Morten Furuholmen: Sumir Vítisenglanna næstum með hreina sakaskrá

Karen Kjartansdóttir skrifar
Íslensku Vítisenglarnir átta sem voru handteknir í Noregi í gær verða sendir aftur heim annað kvöld. Norskur lögfræðingur sem annast mál þeirra segir að illa sé farið með þá og mannréttindi þeirra séu brotin.

Íslenskir Vítisenglarnir mættu til Noregs í gær til að vera viðstaddir formlega vígslu inn í Hells Angels samtökin.

Þeir komust þó ekki langt því norksa lögreglan handtók þá á Gardemoen flugvelli og ákváðu norsk yfirvöld því næst að vísa þeim úr landi. Þótt mennirnir hefðu ekkert brotið af sér og samtök Vítisengla séu ekki skilgreind sem glæpasamtök eins og víða er gert.

Mona Hertzenberg, lögreglustjóri rökstyður ákvörðunina þannig að miðað við þá dóma sem sumir mannanna hafi hlotið séu nægar vísbendingar til staðar til að álykta að koma mannanna sé líkleg til að að ógna friði í Noregi og því beri að vísa þeim úr landi.

Mennirnir eru nú í haldi nálægt flugvellinum. Ekki náðist í foringja íslensku vítisenglanna Einar Marteinsson, en lögfræðingurinn Morten Furuholmen segir að sér finnist norsk yfirvöld mjög ósanngjörn í garð Íslendingana.

„Það hefur verið komið mjög illa fram við þá í Noregi. Ég tel að handtaka þeirra og brottrekstur úr landinu sé brot á lögum," segir lögmaðurinn.

Hann segist einkum ósáttur við að ekki sé fjallað um hvers manns fyrir sig heldur séu þeir allir settir undir einn hatt.

En nú er það svo að flestir telja Vítisengla ekki neina fyrirmyndarborgara.

„Vítisenglar er löglegur klúbbur og auðvitað eru þar innan um menn sem eru á sakaskrá. En það á ekki við um þá alla. Eftir því sem ég best veit eru sumir félaganna frá Íslandi næstum því ekki með neinn sakaferil," segir lögfræðingurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×