Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 19:30 Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. Stöð 2 fjallaði á mánudag um Ingibjörgu Melkorku Ásgeirsdóttur, sautján ára stúlku sem lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. Ingibjörg var greind með athyglisbrest og ofvirkni auk þess að glíma við andleg veikindi. Hún var alla tíð utanveltu í skóla og fann sig illa í kerfinu. „Það eru mjög mörg börn með ADHD sem eru í sambærilegum vanda og lýst var hjá henni. Þeim er hættara við að lenda í vanda í skóla, einelti, áhættuhegðun og prófa ýmiskonar hluti,“ segir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. Gyða segir að rannsóknir sýni fram á að börn með ADHD séu líklegri til að fá kvíða, þunglyndi og önnur andleg veikindi. Þá fylga röskuninni oft hegðunarvandamál og samskiptavandi.Erum við sem samfélag að standa okkur nógu vel í að halda utan um þessi börn?„Nei, því miður erum við alls ekki að standa okkur nógu vel. Eflaust getur skólinn víða gert betur. Reyndar ekki bara skólinn heldur kerfið í heild. Staðan er sú á Íslandi núna að börn sem að hafa vísbendingar um ADHD og ýmsar aðrar skyldar raskanir þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá greiningu á sínum vanda. Það þýðir að þau eru oft ekki að fá aðstoð eða meðferð við hæfi á meðan þau eru að bíða,“ segir Gyða. Yfir fjögur hundruð börn bíða nú greiningar hjá Þroska - og hegðunarstöðinni. Biðtíminn eftir ADHD greiningu getur verið allt að þrjú ár, að meðtalinni bið eftir frumgreiningu. 3-24 mánuði getur tekið að fá frumgreiningu og 7-14 mánuði að fá nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum á ÞHS. „Þetta er mikið áhyggjuefni og bæði foreldrar og tilvísendur eru að hafa samband á biðtíma og óska eftir forgangi, og lýsa því að erfiðleikarnir hafi undið upp á sig. Oft á tíðum er bara verið að lýsa verulega alvarlegri stöðu,“ segir Gyða Haraldsdóttir. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. Stöð 2 fjallaði á mánudag um Ingibjörgu Melkorku Ásgeirsdóttur, sautján ára stúlku sem lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. Ingibjörg var greind með athyglisbrest og ofvirkni auk þess að glíma við andleg veikindi. Hún var alla tíð utanveltu í skóla og fann sig illa í kerfinu. „Það eru mjög mörg börn með ADHD sem eru í sambærilegum vanda og lýst var hjá henni. Þeim er hættara við að lenda í vanda í skóla, einelti, áhættuhegðun og prófa ýmiskonar hluti,“ segir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. Gyða segir að rannsóknir sýni fram á að börn með ADHD séu líklegri til að fá kvíða, þunglyndi og önnur andleg veikindi. Þá fylga röskuninni oft hegðunarvandamál og samskiptavandi.Erum við sem samfélag að standa okkur nógu vel í að halda utan um þessi börn?„Nei, því miður erum við alls ekki að standa okkur nógu vel. Eflaust getur skólinn víða gert betur. Reyndar ekki bara skólinn heldur kerfið í heild. Staðan er sú á Íslandi núna að börn sem að hafa vísbendingar um ADHD og ýmsar aðrar skyldar raskanir þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá greiningu á sínum vanda. Það þýðir að þau eru oft ekki að fá aðstoð eða meðferð við hæfi á meðan þau eru að bíða,“ segir Gyða. Yfir fjögur hundruð börn bíða nú greiningar hjá Þroska - og hegðunarstöðinni. Biðtíminn eftir ADHD greiningu getur verið allt að þrjú ár, að meðtalinni bið eftir frumgreiningu. 3-24 mánuði getur tekið að fá frumgreiningu og 7-14 mánuði að fá nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum á ÞHS. „Þetta er mikið áhyggjuefni og bæði foreldrar og tilvísendur eru að hafa samband á biðtíma og óska eftir forgangi, og lýsa því að erfiðleikarnir hafi undið upp á sig. Oft á tíðum er bara verið að lýsa verulega alvarlegri stöðu,“ segir Gyða Haraldsdóttir.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira