Moody's segir horfurnar neikvæðar fyrir Barclays Magnús Halldórsson skrifar 5. júlí 2012 11:20 Bob Diamond. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. Bob Diamond, sem sagði upp störfum sem forstjóri bankans, kom fyrir þingnefnd í Bretlandi í gær og tjáði sig um málið eins og það horfði við honum. Hann sagði m.a. að hann hefði orðið reiður, sorgmæddur og vonsvikinn þegar hann las tölvupósta miðlara bankans sem sögðust ætla að skála í kampavíni ef aðgerðir þeirra, sem voru ólöglegar, myndu hafa þau áhrif að þeir fengju hærri bónusgreiðslur. Diamond sagði enn fremur að ekkert afsakaði lögbrot starfsmanna bankans, og það væri hans skoðun að það ætti að lögsækja þá sem stóðu með vítaverðum hætti að málum. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig í málinu hefði legið fyrr en breska fjármálaeftirlitið kynnti honum niðurstöður rannsóknar sinnar í síðasta mánuði. Hann fór síðan ítarlega í gegnum atburðarásina haustið 2008, m.a. þegar Paul Tucker, einn framkvæmdastjóra Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, ræddi við Diamond um það að hann væri undir þrýstingi frá háttsettum mönnum í ríkisstjórn Gordons Browns um að vaxtaálag á breska banka, þar á meðal Barclays, myndi lækka. Diamond sagðist hafa komið þessum upplýsingum til yfirmanns miðlara bankans, sem hafi litið svo á að þeir ættu að grípa til aðgerða til þess að lækka álagið, enda hafi þröng staða á fjármálamörkuðum á þessum tíma ógnar fjármálakerfi landsins. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. Bob Diamond, sem sagði upp störfum sem forstjóri bankans, kom fyrir þingnefnd í Bretlandi í gær og tjáði sig um málið eins og það horfði við honum. Hann sagði m.a. að hann hefði orðið reiður, sorgmæddur og vonsvikinn þegar hann las tölvupósta miðlara bankans sem sögðust ætla að skála í kampavíni ef aðgerðir þeirra, sem voru ólöglegar, myndu hafa þau áhrif að þeir fengju hærri bónusgreiðslur. Diamond sagði enn fremur að ekkert afsakaði lögbrot starfsmanna bankans, og það væri hans skoðun að það ætti að lögsækja þá sem stóðu með vítaverðum hætti að málum. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig í málinu hefði legið fyrr en breska fjármálaeftirlitið kynnti honum niðurstöður rannsóknar sinnar í síðasta mánuði. Hann fór síðan ítarlega í gegnum atburðarásina haustið 2008, m.a. þegar Paul Tucker, einn framkvæmdastjóra Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, ræddi við Diamond um það að hann væri undir þrýstingi frá háttsettum mönnum í ríkisstjórn Gordons Browns um að vaxtaálag á breska banka, þar á meðal Barclays, myndi lækka. Diamond sagðist hafa komið þessum upplýsingum til yfirmanns miðlara bankans, sem hafi litið svo á að þeir ættu að grípa til aðgerða til þess að lækka álagið, enda hafi þröng staða á fjármálamörkuðum á þessum tíma ógnar fjármálakerfi landsins.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira