Innlent

Moka glóðheitu hrauninu ofan í pott

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
visir/auðunn
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti í dag myndband af vísindamönnum moka glóðheitu hrauninu ofan í pott og hella vatni yfir. Vatnið bullsauð samstundis en talið er að hraunið sé 800-1000 gráðu heitt. Er þetta gert til þess að kæla hraunið svo hægt sé að fara með það í efnagreiningu.  Rauðglóandi hraunið rennur stanslaust úr eldstöðinni Holuhrauni en meðal hraunflæðið er á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu.

Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni og að sögn eldfjallafræðinga er gosið stöðugt. Þá er skjálftahrina með svipuðu móti og verið hefur en um tuttugu skjálftar mældust í nótt. Sá stærsti 5,2 stig.

Vísindamannaráð almannavarna funda nú um stöðu mála á Bifröst, en fundur þeirra er samtvinnaður við ráðstefnuna FutureVolc, sem jafnframt fer fram í háskólanum á Bifröst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×