Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Boði Logason skrifar 6. nóvember 2013 13:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Mynd/365 Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðabyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum. „Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,“ segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. „Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. „Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu? „Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. Það var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,“ segir hann. Það yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,“ segir hann. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line. „Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. Ég reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann. En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum „enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,“ segir hann. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðabyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. Á næstu dögum, eða vikum, mun Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Sævar Guðjónsson starfandi formaður hafnarstjórnar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, fara í viðræður við forsvarsmenn Smyril-Line þar sem farið verður yfir erindið sem barst hafnarstjórninni fyrir nokkrum dögum. „Við vitum ekki hvað felst í þessari beiðni,“ segir Valdimar Hermannsson, formaður stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að erindi Smyril-Line hafi komið töluvert á óvart. „Við erum nýbúin að halda aðalfund þar sem það var ályktað til stuðnings Seyðisfirði, og að þar verði áfram ferjuhöfn og stutt við samgöngumál á svæðinu," segir hann. „Svo barst þetta erindi fyrir nokkrum dögum síðan, og kom okkur töluvert á óvart," segir hann.En er það eitthvað sem forsvarsmenn Fjarðabyggðar væru tilbúnir að gera, að taka á móti Norrænu? „Vissulega viljum við styðja við okkar nágranna, en ef þeir [Smyril-Line, innsk.blm] eru búnir að taka ákvörðun um að fara frá Seyðisfirði, þá verðum við að setjast niður með þeim og ræða málið. Það var einungis samþykkt að fara í þessar viðræður til að vita hvað felst í þeim,“ segir hann. Það yrðu þá helst tvær hafnir í Fjarðabyggð sem kæmu til greina, annarsvegar á Reyðarfirði og hinsvegar á Eskifirði.Forsætisráðherra og bæjarstjóri á fundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, fundaði í morgun með Vilhjálmi Jónssyni, bæjarstjóra Seyðisfjarðar, og samkvæmt heimildum fréttastofu snérist fundurinn meðal annars um erindið frá Smyriline. Vilhjálmur vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Hann er að flytja erindi hér á ráðstefnu hér á Austurlandi, þetta var meira bara spjall,“ segir hann. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að það komi fram að ekki sé vitað hvað felst í þessu erindi Smyril-Line. „Við vitum ekki hvaða mál þeir vilja ræða við Fjarðabyggð. Ég reikna með að þessi mynd skýrist eitthvað á næstu vikum, þetta kom bara upp í morgun þegar ég talaði við félaga mína í Fjarðabyggð. Svona er málið, og það er ekki alveg skýrt hvað þeir vilja ræða. Ef það er óskað eftir fundi þá er sjálfsagt að verða við því," segir hann. En ef sú er raunin, að Smyril-Line vilji sigla til Fjarðabyggðar en ekki til Seyðisfjarðar eins og nú er, segir Vilhjálmur að ljóst sé að það myndi hafa mikil áhrif á atvinnulífið í bænum „enda hefur Norræna verið þungamiðjan í því,“ segir hann.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira