Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 00:01 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, fylgist með mótmælunum út um glugga á Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd. Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði