Innlent

Móðir drengs: Óskiljanlegt að lögreglumaðurinn hafi verið sýknaður

Móðir drengs sem lögreglumenn handtóku og skildu eftir glænepjulega klæddan í Örfirisey seint um nótt um miðjan vetur í fyrra segir óskiljanlegt að héraðsdómur hafi sýknað í málinu. Hún segir að lögregla verði að endurskoða vinnubrögð sín.

Edward Eiríksson var handtekinn í fyrra fyrir að vera með fylleríslæti í miðbænum. Hann hafði truflað störf lögreglunnar og var með kjaft eins og sagt er. Edward var settur aftan í stóran lögreglubíl þar sem honum var haldið í allskyns fangbrögðum. En í staðinn fyrir að fara með hann á lögreglustöðina við hverfisgötu var ekið með Edward út á Granda, þar sem hann var skilinn eftir.

Þegar hann komst loksin heim til sín tók móðir Edwards á móti honum en henni brá þegar hún sá alla áverkana sem sonur hennar hafði hlotið í lögreglubílnum. Þar að auki var Edward í uppnámi eftir þessa óvenjulega meðferð að vera skilinn eftir á afskektu iðnaðarsvæði um miðja nótt.

Lögreglumaðurinn sem veitt honum þessa áveka var ákræður af ríkissaksóknara fyrir líkamsárá og fyrir að hafa farið offari þegar Edward var skilinn eftir Hann var hins vegar sýknaður í gær. Lögreglumaðurinn sagði sjálfur fyrir rétti að það væri venjan að taka menn sem væru til vandræða og skilja þá eftir í buskanum eins og gert var við Edward. Móðir hans segir það ótækt og að lögregla verði að endurskoða vinnubrögð sín.

Stefán Eiríksson vill ekki tjá sig um málið, eða taka afstöðu, á meðan það er enn til meðferðar en enn á eftir að ákveða hvort því verði áfrýjað til Hæstaréttar.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×