Mjólkursamsalan breytir mysu í vín jón hákon halldórsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Það kann að vera að áfengi, sem framleitt er úr alíslenskri mysu, verði að finna í hillum Vínbúðanna innan skamms. vísir/gva Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Mjólkursamsalan stefnir á að nýta þá mysu sem fellur til við framleiðslu á osti í etanólframleiðslu. Etanólið verður svo líklegast nýtt í framleiðslu á vínanda. Björn S. Gunnarsson, þróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni, segir að verkefnið sé á frumstigi. Það sé unnið í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri og Foss distillery. Háskólinn á Akureyri var fenginn til þess að vinna tilraunaverkefni með ákveðinn gersvepp sem lofaði góðu fyrir framhaldið. Björn segir að í september hafi verið sótt um styrk til Tækniþróunarsjóðs og beðið sé eftir svari þaðan. Segir Björn að sá styrkur myndi renna til rannsóknarstofnananna. „Við myndum leggja til vinnu og efni og mögulega eitthvert fjármagn. En það eru þessar rannsóknarstofnanir sem myndu fá rannsóknarstyrkinn,“ segir Björn. Björn segir að við vinnslu á etanóli úr mysunni yrðu þrír möguleikar á nýtingu. Í fyrsta lagi væri hægt að vinna lífrænt eldsneyti en þar yrði ávinningurinn minnstur. Spírinn sé líka notaður á rannsóknarstofum og í alls kyns iðnaði. Þriðji og mest spennandi kosturinn sé að nýta etanólið sem vínanda. Til dæmis eins og í líkjöragerð eins og gert er í Foss. „Við sjáum fyrir okkur að við gætum þá útvegað íslenskan spíra, ef þetta gengur allt upp, til þessara íslensku framleiðenda sem þyrftu þá ekki að kaupa hann að utan,“ segir Björn. Vara á borð við til dæmis Björk og Birki yrði þá alíslensk vara. Og hann telur að hin alíslenska vara verði þá meira spennandi fyrir vikið. „Það er ákveðin saga að geta sagt að þetta sé spíri úr mysu og að þetta sé aukaafurð, sem hafi verið illa nýtt áður, en svo verða gerð verðmæti úr þessu,“ segir Björn. Foss tilkynnti í ágúst í fyrra að fyrirtækið væri á leið með vörur sínar, Björk og Birki, á markað í Bandaríkjunum og hefur varan verið í sölu þar um nokkurra mánaða skeið. Að auki er varan seld í Danmörku og svo auðvitað á Íslandi.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent