Missti af mikilvægum fundi því bókunin fannst ekki í kerfi WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 13:57 Brennda Mattos ætlaði til London með WOW air í morgun en hún gat ekki tékkað sig inn því bókunin hennar fannst ekki. vísir Brenndu Mattos brá heldur betur í brún snemma í morgun þegar hún ætlaði að tékka sig inn á Keflavíkurflugvelli í flug WOW air til London. Bókunin hennar fannst nefnilega ekki í kerfinu hjá flugfélaginu og var því ekki hægt að tékka hana inn. Hún segist enga aðstoð hafa fengið á flugvellinum. „Ég kom klukkan hálffimm í morgun á flugvöllinn og þegar ég var að tékka mig inn sagði konan á innritunarborðinu mér að bókunin mín fyndist ekki. Hún talaði við yfirmanninn sinn sem sagði það sama. Ég óskaði eftir aðstoð því ég var með bókunarnúmerið og hafði greitt fyrir flugmiðann en hún sagði mér að ég þyrfti að hafa samband við skrifstofu WOW air. Þjónustuverið hjá þeim myndi ekki opna fyrr en klukkan 8 reyndar svo það gæti enginn aðstoðað mig frekar,“ segir Brennda í samtali við Vísi sem er fædd í Brasilíu en hefur búið hér í hartnær 10 ár og er íslenskur ríkisborgari.Frá innritun á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAEngin peningaupphæð geti bætt fyrir óþægindin vegna málsins Vegna þess að hún missti af fluginu missti hún einnig af mikilvægum vinnufundi í London en Brennda starfar sem sölustjóri hjá hóteli í Reykjavík. Brennda gat hins vegar ekki gert annað í morgun en að bíða eftir því að þjónustuverið opnaði en hún tékkaði einnig á því hvort greiðslan fyrir flugmiðanum hefði ekki örugglega farið í gegn. Svo reyndist vera samkvæmt upplýsingum sem hún fékk hjá Netgíró og bankanum sínum en Brennda borgaði flugið í gegnum Netgíró. Þegar Brennda loks náði samband var henni tjáð af starfsmanni WOW að þetta væri allt hið undarlegasta mál og að hann þyrfti að ræða það við yfirmann sinn áður en hann gæti sagt til um hvað hefði gerst eða hvort flugfélagið gæti gert eitthvað fyrir hana. Í hádeginu heyrði Brennda svo frá WOW air. „Þeir sögðu mér að þeir væru búnir að finna fyrir mig flug með Icelandair núna klukkan 16 en ég sagði þeim að ég myndi fara í mál við þá. Þetta var mjög óþægilegt og erfitt fyrir mig enda missti ég af mikilvægum fundi í hádeginu. Nú þarf ég að kanna hvort sá sem ég ætlaði að funda með getur hitt mig síðar í dag eða á morgun en sá aðili flaug líka sérstaklega til London fyrir fundinn,“ segir Brennda. Hún segist að sjálfsögðu þiggja flugið með WOW air og að hún hafi fengið flugmiðann sinn endurgreiddan. Engin peningaupphæð geti bætt upp fyrir óþægindin sem málið hafi valdið henni. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.mynd/WOWFlugfélaginu þykir málið mjög leiðinlegt „Þetta var þannig að bókunin hennar fannst ekki í kerfinu hjá okkur. Það er enn verið að skilja hvernig það gat gerst því þetta hefur ekki gerst áður en við höfum endurgreitt henni miðann og hún mun fljúga seinnipartinn til London,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air í samtali við Vísi. Hún segir að flugfélaginu þyki þetta mjög leiðinlegt en enn sé ekki vitað hvað olli því að bókunin fannst ekki. „Við ákváðum hins vegar að klára þetta bara með farþeganum og koma henni strax til London.“ Aðspurð hvort ekki sé starfsmaður frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem geti aðstoðað farþega segir Svanhvít að svo sé. Þá sé þjónustuver flugfélagsins opið á morgnana frá 8 á morgnana til 20 á kvöldin. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Brenndu Mattos brá heldur betur í brún snemma í morgun þegar hún ætlaði að tékka sig inn á Keflavíkurflugvelli í flug WOW air til London. Bókunin hennar fannst nefnilega ekki í kerfinu hjá flugfélaginu og var því ekki hægt að tékka hana inn. Hún segist enga aðstoð hafa fengið á flugvellinum. „Ég kom klukkan hálffimm í morgun á flugvöllinn og þegar ég var að tékka mig inn sagði konan á innritunarborðinu mér að bókunin mín fyndist ekki. Hún talaði við yfirmanninn sinn sem sagði það sama. Ég óskaði eftir aðstoð því ég var með bókunarnúmerið og hafði greitt fyrir flugmiðann en hún sagði mér að ég þyrfti að hafa samband við skrifstofu WOW air. Þjónustuverið hjá þeim myndi ekki opna fyrr en klukkan 8 reyndar svo það gæti enginn aðstoðað mig frekar,“ segir Brennda í samtali við Vísi sem er fædd í Brasilíu en hefur búið hér í hartnær 10 ár og er íslenskur ríkisborgari.Frá innritun á Keflavíkurflugvelli.Vísir/GVAEngin peningaupphæð geti bætt fyrir óþægindin vegna málsins Vegna þess að hún missti af fluginu missti hún einnig af mikilvægum vinnufundi í London en Brennda starfar sem sölustjóri hjá hóteli í Reykjavík. Brennda gat hins vegar ekki gert annað í morgun en að bíða eftir því að þjónustuverið opnaði en hún tékkaði einnig á því hvort greiðslan fyrir flugmiðanum hefði ekki örugglega farið í gegn. Svo reyndist vera samkvæmt upplýsingum sem hún fékk hjá Netgíró og bankanum sínum en Brennda borgaði flugið í gegnum Netgíró. Þegar Brennda loks náði samband var henni tjáð af starfsmanni WOW að þetta væri allt hið undarlegasta mál og að hann þyrfti að ræða það við yfirmann sinn áður en hann gæti sagt til um hvað hefði gerst eða hvort flugfélagið gæti gert eitthvað fyrir hana. Í hádeginu heyrði Brennda svo frá WOW air. „Þeir sögðu mér að þeir væru búnir að finna fyrir mig flug með Icelandair núna klukkan 16 en ég sagði þeim að ég myndi fara í mál við þá. Þetta var mjög óþægilegt og erfitt fyrir mig enda missti ég af mikilvægum fundi í hádeginu. Nú þarf ég að kanna hvort sá sem ég ætlaði að funda með getur hitt mig síðar í dag eða á morgun en sá aðili flaug líka sérstaklega til London fyrir fundinn,“ segir Brennda. Hún segist að sjálfsögðu þiggja flugið með WOW air og að hún hafi fengið flugmiðann sinn endurgreiddan. Engin peningaupphæð geti bætt upp fyrir óþægindin sem málið hafi valdið henni. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.mynd/WOWFlugfélaginu þykir málið mjög leiðinlegt „Þetta var þannig að bókunin hennar fannst ekki í kerfinu hjá okkur. Það er enn verið að skilja hvernig það gat gerst því þetta hefur ekki gerst áður en við höfum endurgreitt henni miðann og hún mun fljúga seinnipartinn til London,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air í samtali við Vísi. Hún segir að flugfélaginu þyki þetta mjög leiðinlegt en enn sé ekki vitað hvað olli því að bókunin fannst ekki. „Við ákváðum hins vegar að klára þetta bara með farþeganum og koma henni strax til London.“ Aðspurð hvort ekki sé starfsmaður frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem geti aðstoðað farþega segir Svanhvít að svo sé. Þá sé þjónustuver flugfélagsins opið á morgnana frá 8 á morgnana til 20 á kvöldin.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira