Innlent

Minningarathöfn um Pino: Bræðurnir fundu fyrir miklum hlýhug

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Margir minnast Pino með hlýhug.
Margir minnast Pino með hlýhug.
Bræður Pino Becerra Bolanos, spænsku konunnar sem fannst látin í Bleiksárgljúfri í síðustu viku, halda úr landi í dag. Þeir fundu fyrir miklum vina- og hlýhug á Íslandi samkvæmt heimildum fréttastofu.

Minningarathöfn um hina látnu var haldin í gær í húsakynnum Háskóla Íslands. Að sögn ræðisskrifstofu Spánar á Íslandi kom það bræðrunum á óvart hversu margir komu til þess að votta henni og ættingjum virðingu sína. Um það bil fjörtíu manns sóttu athöfnina. Nokkrir sögðu minningarorð um Bolanos, bræðurnir, foreldrar kærustu Bolanos Ástu Stefánsdóttur og vinir. Margir minnast hennar með hlýhug, bæði maður sem hún þjálfaði og bróðir hafa ritað minningargreinar um hana þar sem henni er fallega lýst. 

Bræðurnir hafa verið í miklu sambandi við foreldra Ástu Stefánsdóttur, en hún er sú síðasta sem hitti Bolanos áður en hún lést. Voru þær saman í sumarbústað í eigu ættingja Ástu þar sem þær vörðu saman hvítasunnuhelginni. Síðast er vitað til ferða þeirra aðfaranótt sunnudagsins 8. júní. Ásta er enn ófundin. Lögregla hefur málið til rannsóknar og síðustu fregnir herma að undirbúningur sé hafinn við að hefja leit í Bleiksárgljúfri á ný.  


Tengdar fréttir

Bræður Pino komnir til Íslands

Pino Becerra Bolanos, sem lést í Bleiksárgljúfri, verður brennd hér á landi og askan flutt til Spánar í lok vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×