Innlent

Minjastofnun kærir niðurrif Exeter-hússins

Bjarki Ármannsson skrifar
Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904.
Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink
Minjastofnun Íslands hefur kært Mannverk ehf. til lögreglu fyrir að hafa í leyfisleysi rifið niður rúmlega hundrað ára gamalt friðað hús við Tryggvagötu tólf, sem oft er nefnt Exeter-húsið.

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir þó að allir aðilar vilji leysa málið í sameiningu eftir bestu getu.

„Við áttum bara góðan fund með mönnunum sem eru þarna í framkvæmdum,“ segir Kristín. „Við gerðum þeim grein fyrir því að við verðum að láta rannsaka málið en aftur á móti ætlum við að reyna að finna lausn í sameiningu varðandi það að byggja húsið aftur upp.“

Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði áður kært niðurrifið til lögreglu. Mannverk ehf. hefur heitið því að reisa húsið á ný í upprunalegri mynd.


Tengdar fréttir

Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×