Innlent

Mini fór í heimsreisu og kom við á Íslandi

Bílaframleiðandinn Mini

hefur nú kynnt enn eina útgáfuna af smábílnum vinsæla, í þetta skipti er það Mini

Coupe. Fyrirtækið ákvað að senda bílinn í heimsreisu og gera nokkrar stuttmyndir með hann í aðalhlutverki, víðsvegar um heiminn. Á meðal áfangastaða var Rio de Janeiro, Hong Kong og Ísland en í meðfylgjandi myndbandi má sjá þá Víking Kristjánsson og Finnboga Þorkel í hlutverki bílstjóra og puttaferðalangs.

Fréttablaðið greindi frá tökum auglýsingarinnar í mars og þá fylgdi sögunni að íslenskir leikarar hafi slegist um hlutverkin. Nú má semsagt sjá afraksturinn.


Tengdar fréttir

Lék aðalhlutverkið í háleynilegri bílaauglýsingu

„Það borgar sig stundum að vera pattaralegur,“ segir Víkingur Kristjánsson, sem leikur stórt hlutverk í nýrri auglýsingu fyrir hina smávöxnu bílategund BMW-bílarisans, Mini Cooper. Auglýsingin var tekin upp hér á landi fyrir skemmstu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×