Erlent

Milljón manns lögðu niður vinnu í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Loka hefur þurft skólum og þjónustu víða skert vegna verkfallsaðgerðanna í dag.
Loka hefur þurft skólum og þjónustu víða skert vegna verkfallsaðgerðanna í dag. Vísir/AFP
Rúmlega milljón opinberra starfsmanna lögðu niður vinnu víðs vegar í Bretlandi í dag til að mótmæla sparnaðaráætlun stjórnvalda.

Kennarar, slökkviliðsmenn, ræstitæknar, bókasafnsfræðingar og fleiri taka þátt í verkfallsaðgerðunum sem eru þær fjölmennustu frá því að David Cameron tók við forsætisráðherraembætti landsins árið 2010.

Laun opinberra starfsmanna hafa verið fryst í tvö ár frá 2010 og telja verkalýðsfélög að launin hafi engan veginn fylgt verðþróun.

Á vef Reuters segir að Cameron hyggist skerða möguleika verkalýðsfélaga til að boða til verkfalla. „Hvernig er mögulega hægt að verja það að menntun barna okkar truflist á þennan hátt vegna háttsemi verkalýðsfélaga?“ spyr Cameron.

Fjölmenn mótmæli eru fyrirhuguð á Trafalgar-torgi í Lundúnum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×