Milljarða styrkir fyrir aðildarviðræður 29. júní 2010 06:30 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Styrkurinn gæti komið sé vel fyrir Ísland. Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur," segir Þóra Magnúsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. „Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum að fara í gegnum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða það á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu Evrópusambandsins, hvað við gerum vel og hverju við þurfum að breyta." Um er að ræða styrki úr svonefndum IPA-sjóðum Evrópusambandsins sem notaðir eru til að aðstoða ríki, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, við að standa straum af aðildarviðræðum og undirbúningi fyrir aðild, en IPA stendur fyrir Instrument for Pre-Accession Assistance. Hinn 14. júlí verður Íslandi bætt á lista þeirra ríkja sem eiga rétt á stuðningi úr þessum sjóðum. Þegar hefur verið ákveðið að næstu þrjú árin fái Ísland um 30 milljónir evra úr sjóðunum, eða ríflega fjóra milljarða króna, en á undanförnum árum hafa Tyrkland og sjö Balkanskagaríki, sem öll eiga í aðildarviðræðum við ESB, fengið margvíslega styrki úr þessum sjóðum. Fyrir Evrópusambandið geta þetta engan vegin talist miklir peningar því heildarfjárhæðin er innan við eitt prósent af því fjármagni, sem Evrópusambandið hefur tekið frá til IPA-aðstoðar við Tyrkland og Balkanskagaríkin árin 2007-2011. Fyrir Íslendinga munar hins vegar um fjóra og hálfan milljarð króna, með hliðsjón af því að heildarkostnaður okkar við aðildarumsókn er talinn geta numið um einum milljarði króna. Enn á þó alveg eftir að ákveða til hvaða verkefna þessir peningar verða notaðir, en að mestu er það á valdi Íslendinga að ákveða forgangsröðina í þeim efnum. Í skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál, sem hann lagði fram 14. maí síðastliðinn, kemur fram að þessi aðstoð myndi „annars vegar snúast um fjárhagslegan stuðning við áætlanir eða verkefni sem tengjast aðildarundirbúningi og hins vegar um aðstoð í formi sérfræðiaðstoðar eða vettvangs- og upplýsingaferða en hið seinna kostar ESB alfarið." Stærsti hluti fjárins, eða 28 milljónir evra, verður hluti af áætlun fyrir Ísland árin 2011-2013 sem útfærð verður í samvinnu við ráðuneytin og helstu hagsmunasamtök. Til viðbótar þessari áætlun er ríkjunum úthlutað fé til sérfræðiaðstoðar og upplýsingastarfs, auk þess sem möguleiki er á þátttöku í ýmsum samstarfsverkefnum hinna ríkjanna, sem sótt hafa um aðild. Í skýrslu sinni segir utanríkisráðherra þessa aðstoð geta „reynst ákaflega mikilvæga í aðdraganda aðildarviðræðna og meðan á þeim stendur. Hún getur þannig dregið úr beinum kostnaði Íslands og veitt mikilvægan stuðning við ýmis mikilvæg verkefni." Að sögn Þóru, sem hefur haft með þessi mál að gera í sendiráðinu í Brussel, er það Íslendinga sjálfra að ákveða alla forgangsröðun við úthlutun þessa fjármagns. Sækja þarf sérstaklega um úthlutun til einstakra verkefna og rökstyðja þarf hverja umsókn með því að útlista hvernig féð muni gagnast Íslendingum við að búa sig undir aðild að Evrópusambandinu. Fyrir utan þennan stuðning hafa Íslendingar sett sér það forgangsverkefni í viðræðum við Evrópusambandið að sækjast eftir einhvers konar samstarfi við Seðlabanka Evrópu um stuðning við íslensku krónuna. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur," segir Þóra Magnúsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. „Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum að fara í gegnum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða það á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu Evrópusambandsins, hvað við gerum vel og hverju við þurfum að breyta." Um er að ræða styrki úr svonefndum IPA-sjóðum Evrópusambandsins sem notaðir eru til að aðstoða ríki, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, við að standa straum af aðildarviðræðum og undirbúningi fyrir aðild, en IPA stendur fyrir Instrument for Pre-Accession Assistance. Hinn 14. júlí verður Íslandi bætt á lista þeirra ríkja sem eiga rétt á stuðningi úr þessum sjóðum. Þegar hefur verið ákveðið að næstu þrjú árin fái Ísland um 30 milljónir evra úr sjóðunum, eða ríflega fjóra milljarða króna, en á undanförnum árum hafa Tyrkland og sjö Balkanskagaríki, sem öll eiga í aðildarviðræðum við ESB, fengið margvíslega styrki úr þessum sjóðum. Fyrir Evrópusambandið geta þetta engan vegin talist miklir peningar því heildarfjárhæðin er innan við eitt prósent af því fjármagni, sem Evrópusambandið hefur tekið frá til IPA-aðstoðar við Tyrkland og Balkanskagaríkin árin 2007-2011. Fyrir Íslendinga munar hins vegar um fjóra og hálfan milljarð króna, með hliðsjón af því að heildarkostnaður okkar við aðildarumsókn er talinn geta numið um einum milljarði króna. Enn á þó alveg eftir að ákveða til hvaða verkefna þessir peningar verða notaðir, en að mestu er það á valdi Íslendinga að ákveða forgangsröðina í þeim efnum. Í skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra til Alþingis um utanríkismál, sem hann lagði fram 14. maí síðastliðinn, kemur fram að þessi aðstoð myndi „annars vegar snúast um fjárhagslegan stuðning við áætlanir eða verkefni sem tengjast aðildarundirbúningi og hins vegar um aðstoð í formi sérfræðiaðstoðar eða vettvangs- og upplýsingaferða en hið seinna kostar ESB alfarið." Stærsti hluti fjárins, eða 28 milljónir evra, verður hluti af áætlun fyrir Ísland árin 2011-2013 sem útfærð verður í samvinnu við ráðuneytin og helstu hagsmunasamtök. Til viðbótar þessari áætlun er ríkjunum úthlutað fé til sérfræðiaðstoðar og upplýsingastarfs, auk þess sem möguleiki er á þátttöku í ýmsum samstarfsverkefnum hinna ríkjanna, sem sótt hafa um aðild. Í skýrslu sinni segir utanríkisráðherra þessa aðstoð geta „reynst ákaflega mikilvæga í aðdraganda aðildarviðræðna og meðan á þeim stendur. Hún getur þannig dregið úr beinum kostnaði Íslands og veitt mikilvægan stuðning við ýmis mikilvæg verkefni." Að sögn Þóru, sem hefur haft með þessi mál að gera í sendiráðinu í Brussel, er það Íslendinga sjálfra að ákveða alla forgangsröðun við úthlutun þessa fjármagns. Sækja þarf sérstaklega um úthlutun til einstakra verkefna og rökstyðja þarf hverja umsókn með því að útlista hvernig féð muni gagnast Íslendingum við að búa sig undir aðild að Evrópusambandinu. Fyrir utan þennan stuðning hafa Íslendingar sett sér það forgangsverkefni í viðræðum við Evrópusambandið að sækjast eftir einhvers konar samstarfi við Seðlabanka Evrópu um stuðning við íslensku krónuna.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira