Milljarða afskriftaþörf LÍN 10. ágúst 2012 07:00 Framlög á afskriftareikning útlána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) voru 8,9 milljarðar króna í fyrra. Á fjárlögum ársins 2011 hafði verið gert ráð fyrir að þau yrðu 3,5 milljarðar króna. Því skeikaði 5,4 milljörðum króna á því sem áætlað var og raunverulegum færslum á afskriftaeikning. Um er að ræða hæsta árlega framlag á afskriftarreikning sem átt hefur sér stað hjá LÍN. Þetta kemur fram í ríkisreikningi ársins 2011. Haraldur Guðni Eiðsson, stjórnarformaður LÍN, segir þrjár aðalástæður fyrir þessu. „Í fyrsta lagi breyttum við forsendum reiknimódels sjóðsins. Þær eru endurskoðaðar reglulega. Þetta er einskiptisaðgerð sem útskýrir tæplega fjóra milljarða króna af þessari hækkun á framlagi. Í öðru lagi eru áhrif af því að launaþróun lánþeganna, eða greiðenda námslána, var neikvæð á árinu um 1,77 prósent. Vegna verðbólgu og verðbóta hækkuðu hins vegar námslánin. Þetta er líka svolítið stór þáttur í þessu. Þriðja atriðið er breytt samsetning og hegðun lántaka. Fólk er almennt lengur í námi. Margir fóru til dæmis aftur í nám eftir hrunið en voru kannski með námslán fyrir. Þá hækkaði fall krónunnar lán þeirra sem stunda háskólanám erlendis í krónum talið. Það er því sístækkandi hópur sem er komin með svolítið há lán og líkurnar á því að þau endurgreiðist að fullu verða minni." Á fjárlögum ársins 2011 var gert ráð fyrir að hagnaður LÍN á síðasta ári yrði 8,6 milljarðar króna. Vegna hinna miklu afskriftarframlaga varð hann hins vegar 239 milljónir króna. LÍN hagnaðist um 5,3 milljarða króna á árinu 2010, en þá var framlag á afskriftarreikning 2,9 milljarðar króna og hækkun framlagsins því um sex milljarðar króna á milli ára. Að sögn Haraldar Guðna voru áhrif þeirra þátta sem taldir eru upp hér að ofan einfaldlega ekki fyrirséð þegar fjárlög ársins 2011 voru lögð fram. Á fjárlögum ársins 2012 er reiknað með að hagnaður LÍN verði 4,6 milljarðar króna á þessu ári. Þar er einnig gengið út frá því að 3,2 milljarðar króna verði færðir í afskriftarsjóð til að mæta framtíðarafskriftum útlána. Haraldur Guðni segir eiginfjárstöðu LÍN vera mjög sterka og að hann sé vel í stakk búinn til að mæta framtíðaráföllum, skelli þau á. „Stór hluti af þessu í fyrra var einskiptishækkun og hann kemur ekki aftur á þessu ári. Þá hefur launaþróun verið jákvæð og hún ætti ekki að vera jafn áhrifamikill þáttur og í fyrra. Það sem lifir áfram eru áhrif af samsetningu greiðenda. Það eru einfaldlega fleiri með há lán og óvíst er hvort þeim muni takast að greiða þau öll til baka."- þsj Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Framlög á afskriftareikning útlána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) voru 8,9 milljarðar króna í fyrra. Á fjárlögum ársins 2011 hafði verið gert ráð fyrir að þau yrðu 3,5 milljarðar króna. Því skeikaði 5,4 milljörðum króna á því sem áætlað var og raunverulegum færslum á afskriftaeikning. Um er að ræða hæsta árlega framlag á afskriftarreikning sem átt hefur sér stað hjá LÍN. Þetta kemur fram í ríkisreikningi ársins 2011. Haraldur Guðni Eiðsson, stjórnarformaður LÍN, segir þrjár aðalástæður fyrir þessu. „Í fyrsta lagi breyttum við forsendum reiknimódels sjóðsins. Þær eru endurskoðaðar reglulega. Þetta er einskiptisaðgerð sem útskýrir tæplega fjóra milljarða króna af þessari hækkun á framlagi. Í öðru lagi eru áhrif af því að launaþróun lánþeganna, eða greiðenda námslána, var neikvæð á árinu um 1,77 prósent. Vegna verðbólgu og verðbóta hækkuðu hins vegar námslánin. Þetta er líka svolítið stór þáttur í þessu. Þriðja atriðið er breytt samsetning og hegðun lántaka. Fólk er almennt lengur í námi. Margir fóru til dæmis aftur í nám eftir hrunið en voru kannski með námslán fyrir. Þá hækkaði fall krónunnar lán þeirra sem stunda háskólanám erlendis í krónum talið. Það er því sístækkandi hópur sem er komin með svolítið há lán og líkurnar á því að þau endurgreiðist að fullu verða minni." Á fjárlögum ársins 2011 var gert ráð fyrir að hagnaður LÍN á síðasta ári yrði 8,6 milljarðar króna. Vegna hinna miklu afskriftarframlaga varð hann hins vegar 239 milljónir króna. LÍN hagnaðist um 5,3 milljarða króna á árinu 2010, en þá var framlag á afskriftarreikning 2,9 milljarðar króna og hækkun framlagsins því um sex milljarðar króna á milli ára. Að sögn Haraldar Guðna voru áhrif þeirra þátta sem taldir eru upp hér að ofan einfaldlega ekki fyrirséð þegar fjárlög ársins 2011 voru lögð fram. Á fjárlögum ársins 2012 er reiknað með að hagnaður LÍN verði 4,6 milljarðar króna á þessu ári. Þar er einnig gengið út frá því að 3,2 milljarðar króna verði færðir í afskriftarsjóð til að mæta framtíðarafskriftum útlána. Haraldur Guðni segir eiginfjárstöðu LÍN vera mjög sterka og að hann sé vel í stakk búinn til að mæta framtíðaráföllum, skelli þau á. „Stór hluti af þessu í fyrra var einskiptishækkun og hann kemur ekki aftur á þessu ári. Þá hefur launaþróun verið jákvæð og hún ætti ekki að vera jafn áhrifamikill þáttur og í fyrra. Það sem lifir áfram eru áhrif af samsetningu greiðenda. Það eru einfaldlega fleiri með há lán og óvíst er hvort þeim muni takast að greiða þau öll til baka."- þsj
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira