Mikki refur kætir gesti og gangandi á Vestfjörðum Bjarki Ármannsson skrifar 12. október 2015 22:31 Heimilishundarnir tveir eru miklir vinir Mikka. Refurinn Mikki hefur undanfarna mánuði vakið athygli og kátínu gesta í Heydal á Vestfjörðum, enda með eindæmum hændur að mönnum. Að sögn Stellu Guðmundsdóttur, gestgjafa í Heydal, er Mikki mikill skemmtimaður og heimilishundarnir tveir miklir vinir hans þó að hann eigi það til að bíta í skottið á þeim. „Það var refaskytta sem kom með hann til okkar í vor,“ segir Stella. „Þá var hann svo til nýfæddur. Þannig að við byrjuðum á því að fóðra hann. Svo er spurningin hvað hann gerir í vetur, hvort hann fer upp í fjöll og finnur sér svæði eða hvað hann gerir.“ Mikki er fjórði yrðlingurinn sem gestgjafarnir í Heydal hafa alið upp síðastliðin sumur. Hann þykir óvenju hændur að mönnum, jafnvel á hann það til að ráðast á fólk þannig að það þarf að sparka honum af sér. Ferðamenn sem heimsótt hafa Heydal í sumar hafa verið duglegir að deila myndum af Mikka á samfélagsmiðlum, enda flestir óvanir því að vera í svona miklu návígi við refi. Stella segir Mikka mjög vinsælan hjá gestum, þó það þurfi að vara þá við honum.Mikke the friendly fox :)Posted by Dayna Bennett on 27. ágúst 2015„Hann stelur öllu steini léttara, svo þau þurfa að passa að skilja ekkert eftir fyrir utan herbergin,“ segir hún. Hann stökkvi jafnvel inn í bíla þegar tækifæri gefst og taki þaðan sokka, húfur, vettlingar og fleira. „Og það er ekki alltaf sem þau ná hlutunum aftur af honum,“ segir Stella og hlær. „Hann fer undir einn sumarbústaðana hér með það sem hann nælir sér í.“ Sem fyrr segir er óvíst hvenær Mikki kýs að fara af bænum þó þeir yrðlingar sem hafa eytt sumrinu í Heydal til þessa hafi allir leitað upp í fjöll með vetrinum, þar sem ókunn örlög bíða þeirra. „Þessir refir sem eru hér eru svo hændir að mönnum að það er mjög líklegt að þeir verði refaskyttum að bráð,“ segir Stella. „Því þeir óttast ekki manninn. En þeir hafa þá fengið sumarið, sem þeir hefðu annars ekki fengið.“Hér fyrir neðan má sjá bráðskemmtilegt myndband sem Facebook-síðan Vestfirðir tók af Mikka og öðrum heimilishundinum að leik.Mikki refurMikki refur hefur síðustu mánuðina vakið mikla kátínu meðal gesta í Heydal. Hér má sjá Mikka leika sér við heimilishundinn og Stellu segja okkur aðeins frá.Posted by Vestfirðir on 11. október 2015 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Refurinn Mikki hefur undanfarna mánuði vakið athygli og kátínu gesta í Heydal á Vestfjörðum, enda með eindæmum hændur að mönnum. Að sögn Stellu Guðmundsdóttur, gestgjafa í Heydal, er Mikki mikill skemmtimaður og heimilishundarnir tveir miklir vinir hans þó að hann eigi það til að bíta í skottið á þeim. „Það var refaskytta sem kom með hann til okkar í vor,“ segir Stella. „Þá var hann svo til nýfæddur. Þannig að við byrjuðum á því að fóðra hann. Svo er spurningin hvað hann gerir í vetur, hvort hann fer upp í fjöll og finnur sér svæði eða hvað hann gerir.“ Mikki er fjórði yrðlingurinn sem gestgjafarnir í Heydal hafa alið upp síðastliðin sumur. Hann þykir óvenju hændur að mönnum, jafnvel á hann það til að ráðast á fólk þannig að það þarf að sparka honum af sér. Ferðamenn sem heimsótt hafa Heydal í sumar hafa verið duglegir að deila myndum af Mikka á samfélagsmiðlum, enda flestir óvanir því að vera í svona miklu návígi við refi. Stella segir Mikka mjög vinsælan hjá gestum, þó það þurfi að vara þá við honum.Mikke the friendly fox :)Posted by Dayna Bennett on 27. ágúst 2015„Hann stelur öllu steini léttara, svo þau þurfa að passa að skilja ekkert eftir fyrir utan herbergin,“ segir hún. Hann stökkvi jafnvel inn í bíla þegar tækifæri gefst og taki þaðan sokka, húfur, vettlingar og fleira. „Og það er ekki alltaf sem þau ná hlutunum aftur af honum,“ segir Stella og hlær. „Hann fer undir einn sumarbústaðana hér með það sem hann nælir sér í.“ Sem fyrr segir er óvíst hvenær Mikki kýs að fara af bænum þó þeir yrðlingar sem hafa eytt sumrinu í Heydal til þessa hafi allir leitað upp í fjöll með vetrinum, þar sem ókunn örlög bíða þeirra. „Þessir refir sem eru hér eru svo hændir að mönnum að það er mjög líklegt að þeir verði refaskyttum að bráð,“ segir Stella. „Því þeir óttast ekki manninn. En þeir hafa þá fengið sumarið, sem þeir hefðu annars ekki fengið.“Hér fyrir neðan má sjá bráðskemmtilegt myndband sem Facebook-síðan Vestfirðir tók af Mikka og öðrum heimilishundinum að leik.Mikki refurMikki refur hefur síðustu mánuðina vakið mikla kátínu meðal gesta í Heydal. Hér má sjá Mikka leika sér við heimilishundinn og Stellu segja okkur aðeins frá.Posted by Vestfirðir on 11. október 2015
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira