Innlent

Mikilvægt að vinna saman

Auka má matvælaöryggi með samvinnu ólíkra atvinnuvega, segir eigandi Íslenskrar matorku. Fréttablaðið/Anton
Auka má matvælaöryggi með samvinnu ólíkra atvinnuvega, segir eigandi Íslenskrar matorku. Fréttablaðið/Anton
„Ég spái því að næsta heimskreppa verði ekki bankakreppa heldur matvælakreppa. Í því felst að nýta auðlindir landsins til sjávar og sveita, hugsa þvert á atvinnugreinar, tengja saman fiskeldi og sjávarútveg og auka verðmæti útflutnings,“ segir Stefanía Karlsdóttir, eigandi Íslenskrar matorku á Reykjanesi. Fyrirtækið vinnur að því að byggja upp þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð þar sem afurðir verði fullnýttar með hjálp ýmissa geira.

Stefanía vísaði til þess að Danir hafi í sama tilgangi markað sér stefnu til framtíðar sem felist í því að auka fiskeldi verulega á næstu árum. Lítið fari hins vegar almennt fyrir stefnumörkun hér. „Stjórnvöld verða að marka stefnuna svo við getum gengið í sömu átt,“ sagði hún.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×