Mikill vilji til að taka á móti flóttamönnum 14. maí 2008 15:47 Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess. Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess.
Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05
Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32