Mikill vilji til að taka á móti flóttamönnum 14. maí 2008 15:47 Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness. Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess. Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og formanns félagsmálaráðs bæjarins, við komu palstínskra flóttamanna til Akraness hafa ráðið því að upp úr slitnaði í samstarfi sjálfstæðismanna og frjálslyndra í bænum. Hann segir Magnús Þór hafa staðið í vegi fyrir málinu en það njóti mikils stuðnings innan bæjarkerfisins. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag mynduðu sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akraness eftir að Karen Emelía Jónsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn, ákvað að ganga til liðs við flokkinn. Í samkomulagi um málið segir að áfram verði unnið á grunni þess málefnasamnings sem var í gildi milli Sjálfstæðisflokksins og F-listans. Þá ákvað Gísli S. Einarsson, sem ráðinn var bæjarstjóri við upphaf kjörtímabils, að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hann var áður þingmaður Samfylkingarinnar. Leggst einn ráðandi manna gegn komu flóttamanna Gísli segir í samtali við Vísi að upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og frjálslyndra hafi slitnað vegna ágreinings um hvort taka ætti á móti á þriðja tug palestínskra flóttamanna, einstæðra mæðra og barna þeirra. „Formaður félagsmálaráðs leggst einn manna af ráðandi mönnum gegn þessari mótttöku og það varð til þess að það slitnaði upp úr meirihlutasamstarfinu. Orð hans hafa verið gegn öllu því sem félagsmálastjóri, félagsmálafulltrúar og skólastjórnendur hafa sagt. Að sjálfsögðu er Akraneskaupstaður tilbúinn til þess að takast á við þetta verkefni," segir Gísli. Aðspurður segir Gísli að með þessu verið mannabreytingar í nefndum og ráðum bæjarins og þar á meðal komi inn nýr formaður félagsmálaráðs. Um ákvörðun sína að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinnn segir Gísli: „Við þrjú, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og ég, höfum átt afar gott samstarf og varla borið nokkurn skugga þar á. Við höfum hins vegar ekki getað gefið félagsmálaráðuneytinu svar þrátt fyrir tvo góða fundi vegna þessarar andstöðu formanns félagsmálaráðs," segir Gísli en bætir við að félagsmálaráðuneytið hafi nú fengið að vita hug bæjarstjórnar. Bæjarráð Akraness heldur sérstakan hátíðarfund klukkan 18 í dag en hann er sá þrjúþúsundasti í röðinni hjá ráðinu. Gísli reiknar með að málið verið eitthvað rætt og hann telur líklegt að það sé þverpólitísk samstaða um að taka á móti flóttamönnunum. Hann býst svo við að málið verið síðar afgreitt formlega af hálfu bæjarins innan stofnana þess.
Tengdar fréttir „Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05 Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
„Ég er enginn kynþáttahatari“ „Ég er enginn kynþáttahatari og ég er ekki vondur maður. Ég er einungis að sinna mínum skyldum og forgangsraða fyrir fólkið sem kaus mig,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins og formaður félagsmálaráðs Akranes. 14. maí 2008 12:05
Magnús Þór: „Svartur dagur í sögu bæjarins“ Karen Jónsdóttir, fulltrúi F-lista á Akranesi, hefur ákveðið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi. Þar með er flokkurinn kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og Magnús Þór Hafsteinsson, varamaður Karenar er því kominn út í kuldann. Ástæða sinnaskipta Karenar er sú harða andstaða sem Magnús Þór hefur sýnt hugmyndinni um að Akranesbær taki við flóttafólki frá Palestínu. Magnús Þór segir þetta mikinn afleik hjá sjálfstæðismönnum og að dapurlegt sé að sjá Karen bregðast trausti kjósenda sinna. 14. maí 2008 12:32