Viðskipti innlent

Mikill munur á kaupmáttaraukningu opinberra starfsmanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Laun hafa hækkað um 5,9% og vísitala neysluverðs um 2,4%:
Laun hafa hækkað um 5,9% og vísitala neysluverðs um 2,4%: Vísir/Vilhelm
Mikill munur er á kaupmáttaraukningu á ársgrundvelli milli starfsmanna ríkisins og starfmanna sveitarfélaga. Starfsmenn ríkisins halda mun betur í við almenna markaðinn heldur en starfsmenn sveitarfélaga. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Samkvæmt Hagsjánni hefur kaupmáttur launa á Íslandi aukist um 3,5% á einu ári. Laun hafa að meðaltali hækkað um 5,9% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,4%. Meðaltalið segir þó ekki allt þar sem kaupmáttaraukning er nokkuð mismunandi eftir starfsstéttum.

Í Hagsjánni segir að nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands sýni að launa-og kaupmáttarþróun hefur seinustu 12 mánuði verið hagstæðari á almenna markaðnum heldur en hjá opinberum starfsmönnum. Þetta er hins vegar öfugt við launa-og kaupmáttarþróun fyrstu tvo ársfjórðunga þessa árs en þar er almenni markaðurinn á eftir þeim opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×