Mikill fjöldi öryrkja á biðlista eftir húsnæði Snærós Sindradóttir skrifar 7. september 2016 06:45 Öryrkjabandalagið hefur verið duglegt að mótmæla bágum kjörum öryrkja síðastliðin ár. 377 eru á biðlista eftir húsnæði hjá hússjóði ÖBÍ. vísir/stefán Mikil fjölgun hefur orðið á biðlista Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, á einu ári. Nú eru 377 á biðlistanum en það er fimmtíu prósenta fjölgun frá því fyrir ári. Aðeins þeir sem eru 75 prósent öryrkjar og undir ákveðnum tekju- og eignamörkum uppfylla skilyrði til að leigja húsnæði hjá sjóðnum.Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.vísir/gvaBjörn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, kennir þrengingum á leigumarkaði um langan biðlista. „Það er alltaf verið að taka fleiri og fleiri íbúðir í Airbnb og síðan er verið að selja þær íbúðir sem hafa verið í leigu.“ Brynja á 780 íbúðir sem eru fullnýttar svo allt í allt eru það ríflega 1.100 manns sem vilja búa á vegum félagsins. Leigan hjá Brynju er töluvert lægri en gengur og gerist á almennum leigumarkaði, allt frá 61 þúsund krónum fyrir litlar einstaklingsíbúðir og upp í 155 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Ekki er farið fram á tryggingu við upphaf leigutímabils. Björn segir að á meðan biðlistinn lengist búi öryrkjar við erfiðar aðstæður. „Sumir eru nánast á götunni. Það eru lítil úrræði hjá sveitarfélögunum. Það er skylda sveitarfélaganna að skaffa húsnæði en þau eru bara ekkert að standa sig í því. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt.“ Að sögn Björns hefur Brynja að jafnaði keypt 20 íbúðir á ári undanfarin átta ár til að stemma stigu við þessum húsnæðisvanda. Nú sé til skoðunar að spýta í lófana varðandi það. Valborg Kristjánsdóttir varð öryrki eftir slys árið 1994 og hefur verið á biðlista hjá Brynju í eitt ár. Hún er að missa leiguhúsnæði sitt og segir að nú taki við millibilsástand þar til hún fær íbúð úthlutaða. „Ég hef engin efni á að leigja á frjálsum markaði. Það var ein sem ég var að tala við sem þarf að borga þrjá mánuði fyrirfram plús tryggingu. Þetta er hátt í hálf milljón bara til að komast inn.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Mikil fjölgun hefur orðið á biðlista Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, á einu ári. Nú eru 377 á biðlistanum en það er fimmtíu prósenta fjölgun frá því fyrir ári. Aðeins þeir sem eru 75 prósent öryrkjar og undir ákveðnum tekju- og eignamörkum uppfylla skilyrði til að leigja húsnæði hjá sjóðnum.Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.vísir/gvaBjörn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, kennir þrengingum á leigumarkaði um langan biðlista. „Það er alltaf verið að taka fleiri og fleiri íbúðir í Airbnb og síðan er verið að selja þær íbúðir sem hafa verið í leigu.“ Brynja á 780 íbúðir sem eru fullnýttar svo allt í allt eru það ríflega 1.100 manns sem vilja búa á vegum félagsins. Leigan hjá Brynju er töluvert lægri en gengur og gerist á almennum leigumarkaði, allt frá 61 þúsund krónum fyrir litlar einstaklingsíbúðir og upp í 155 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Ekki er farið fram á tryggingu við upphaf leigutímabils. Björn segir að á meðan biðlistinn lengist búi öryrkjar við erfiðar aðstæður. „Sumir eru nánast á götunni. Það eru lítil úrræði hjá sveitarfélögunum. Það er skylda sveitarfélaganna að skaffa húsnæði en þau eru bara ekkert að standa sig í því. Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt.“ Að sögn Björns hefur Brynja að jafnaði keypt 20 íbúðir á ári undanfarin átta ár til að stemma stigu við þessum húsnæðisvanda. Nú sé til skoðunar að spýta í lófana varðandi það. Valborg Kristjánsdóttir varð öryrki eftir slys árið 1994 og hefur verið á biðlista hjá Brynju í eitt ár. Hún er að missa leiguhúsnæði sitt og segir að nú taki við millibilsástand þar til hún fær íbúð úthlutaða. „Ég hef engin efni á að leigja á frjálsum markaði. Það var ein sem ég var að tala við sem þarf að borga þrjá mánuði fyrirfram plús tryggingu. Þetta er hátt í hálf milljón bara til að komast inn.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira