Innlent

Mikil réttarbót fái hælisleitendur að bíða lokaniðurstöðu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, segir gríðarlega réttarbót fyrir hælisleitendur fái þeir að dvelja í landinu þar til lokaniðurstaða í máli þeirra liggur fyrir. Það sé skelfilegt og sérkennileg staða fyrir lögmenn að þurfa að horfa á eftir skjólstæðingum sínum út fyrir landsteinana, jafnvel inn á stríðshrjáð svæði.

Hún segir að nýtt frumvarp um breytingar á útlendingalögum virðast fela margt gott í sér fyrir hælisleitendur, sem og aðra innflytjendur, en lögin nái til allra. Það þurfi þó að breyta miklu í innviðum þeirra stofnana sem í hlut eiga svo sem Útlendingastofnunar. Þá sé gott ef menn vilji snúa af þeirri braut að stinga flóttafólki umsvifalust í fangelsi komi til landsins á fölsuðum skilríkjum.

Bindur vonir við móttökumiðstöð

Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur, segir nýtt frumvarp til útlendingalaga gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Það sé mjög gott að skýra stöðu ríkisfangslausra en áætlað er að tólf milljónir manna séu í þessari stöðu í heiminum.

Hún segist binda miklar vonir við ákvæði um móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur sem sé mikil réttarbót fyrir viðkvæma hópa, svo sem konur, börn, hinsegin börn, fatlaða sem og fólk sem hafi sætt pyntingum.

Hún segist þó óttast að ekki séu til nægir sérfræðingar í landinu til að sinna málaflokknum svo einhver mynd verði á. Það þurfi að tryggja bæði mannafla og fjármagn til að í fylgja lögunum eftir en takist það séum við í góðum málum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×