Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2014 18:22 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata VISIR/Daniel Þingflokksformaður Pírata krefst þess að utanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um yfirstanda TISA-viðræður um aukið frelsi fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum. Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum sem Íslendingar taka þátt í en í leyniskjölum kemur fram að vilji sé til þess að vinda ofan af því regluverki sem sett hefur verið á fjármálamörkuðum eftir hrun og að settur verði upp yfirþjóðlegur dómstóll til að taka ákvarðanir um deilumál milli fjármálafyritækja og þjóðríkja.Kjarninn fjallaði um málið í síðustu viku og birti í samstarfi við Wikileaks leyniskjöl úr viðræðunum. Á forsíðu skjalanna segir meðal annars að ekki megi aflétta trúnaði á þeim fyrr en fimm árum eftir að samkomulagið taki gildi eða eftir að viðræðunum ljúki. Sérstaklega er tekið fram að þau verði að vera vistuð í lokaðri eða öruggri byggingu, herbergi eða hirslu. Um fimmtíu ríki taka þátt í viðræðunum þar á meðal Ísland.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, krefst þess að utanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um málið. „Í fyrsta lagi er Íslands aðila að þessu. Þetta er kallað TISA, Trades and Services Agreement og gengur út á það að breyta lögum á þann veg að það er mjög slæmt varðandi allt það sem við höfum verið að reyna að færa til betri vegar eftir hrunið, ekki bara hérlendis heldur mjög víða. Þetta er viðbót við svokallaðan GATS-samning sem tók gildi árið 1995 og ef að fólk rýnir í þessa umfjöllun í Kjarnanum þá sér það að þetta gæti haft það alvarlegar afleiðingar fyrir okkar sjálfræði að EES-samningurinn væri ekkert alvarlegur í því tilliti". Birgitta segir að þessir samningar feli í sér óafturkræfar breytingar og bindi hendur komandi ríkisstjórna Það stendur hérna að það er trúnaður á þeim í fimm ár eftir að samkomulagið tekur gildi og því finnst mér mjög mikilvægt að við vitum um hvað við erum að semja áður en að þessum samingaviðræðum er lokið.Þannig að þú ætlar semsagt að kalla eftir upplýsingum frá utanríkisráðherra og ráðuneytinu um þetta mál?„Algjörlega,“ segir Birgitta.Mundu óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd?„Ef ég fæ ekki þessari skriflegu fyrirspurn dreift til ráðherra þar sem ég er að vinna í núna þá mun ég óska eftir opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Mér finnst þetta mál þess eðlis að það þurfi að fara eftir lögboðnum ferlum eftirlits með framkvæmdavaldi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata krefst þess að utanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um yfirstanda TISA-viðræður um aukið frelsi fjármálaþjónustu á alþjóðamörkuðum. Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum sem Íslendingar taka þátt í en í leyniskjölum kemur fram að vilji sé til þess að vinda ofan af því regluverki sem sett hefur verið á fjármálamörkuðum eftir hrun og að settur verði upp yfirþjóðlegur dómstóll til að taka ákvarðanir um deilumál milli fjármálafyritækja og þjóðríkja.Kjarninn fjallaði um málið í síðustu viku og birti í samstarfi við Wikileaks leyniskjöl úr viðræðunum. Á forsíðu skjalanna segir meðal annars að ekki megi aflétta trúnaði á þeim fyrr en fimm árum eftir að samkomulagið taki gildi eða eftir að viðræðunum ljúki. Sérstaklega er tekið fram að þau verði að vera vistuð í lokaðri eða öruggri byggingu, herbergi eða hirslu. Um fimmtíu ríki taka þátt í viðræðunum þar á meðal Ísland.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, krefst þess að utanríkisráðuneytið upplýsi Alþingi um málið. „Í fyrsta lagi er Íslands aðila að þessu. Þetta er kallað TISA, Trades and Services Agreement og gengur út á það að breyta lögum á þann veg að það er mjög slæmt varðandi allt það sem við höfum verið að reyna að færa til betri vegar eftir hrunið, ekki bara hérlendis heldur mjög víða. Þetta er viðbót við svokallaðan GATS-samning sem tók gildi árið 1995 og ef að fólk rýnir í þessa umfjöllun í Kjarnanum þá sér það að þetta gæti haft það alvarlegar afleiðingar fyrir okkar sjálfræði að EES-samningurinn væri ekkert alvarlegur í því tilliti". Birgitta segir að þessir samningar feli í sér óafturkræfar breytingar og bindi hendur komandi ríkisstjórna Það stendur hérna að það er trúnaður á þeim í fimm ár eftir að samkomulagið tekur gildi og því finnst mér mjög mikilvægt að við vitum um hvað við erum að semja áður en að þessum samingaviðræðum er lokið.Þannig að þú ætlar semsagt að kalla eftir upplýsingum frá utanríkisráðherra og ráðuneytinu um þetta mál?„Algjörlega,“ segir Birgitta.Mundu óska eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd?„Ef ég fæ ekki þessari skriflegu fyrirspurn dreift til ráðherra þar sem ég er að vinna í núna þá mun ég óska eftir opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Mér finnst þetta mál þess eðlis að það þurfi að fara eftir lögboðnum ferlum eftirlits með framkvæmdavaldi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira