MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 22:07

Kristinn Freyr: Ţurftum mark til ađ ná ţeim út úr stöđum

SPORT

Mikiđ um stúta á höfuđborgarsvćđinu

 
Innlent
09:43 27. FEBRÚAR 2016
Mikiđ um stúta á höfuđborgarsvćđinu
VÍSIR/GETTY

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær og í nótt þó nokkra ölvaða ökumenn og ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna. Þá barst tilkynning um heimilisofbeldi í Grafarvogi þar sem maður á fimmtugsaldri hafði í hótunum við móður sína og var búinn að skemma húsgögn. Sá var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Í austurbænum kom lögreglan að ökuðum manni á mjög tjónuðum bíl, sem hafði ekið á minnst þrjá kyrrstæða bíla. Maðurinn var handtekinn, samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Þá var ekið á tvo ljósastóra við gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar og við óhappið valt bifreiðin. Ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá þurfti að kalla út starfsmenn frá Orkuveitunni vegna ljósastauranna.

Lögreglan stöðvaði í gær bíl sem í voru þrjár einstaklingar og var fíkniefnalykt í bílnum. Við leit fundust ætluð fíkniefni en enginn vildi gangast við því að eiga þau. Því voru allir færðir á lögreglustöð.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Mikiđ um stúta á höfuđborgarsvćđinu
Fara efst