Talsvert hefur verið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli en stærsti skjálftinn mældist 2,3 á richter en upptök hans voru um tveimur kílómetrum vest-suðvestur af Goðabungu.
Skjálftarnir eru allnokkrir en fæstir ná einum á richter. Um er að ræða fjölda smáskjálfta sem áttu upptök sín nærri Goðabungu og Hábungu nærri Mýrdalsjökli. Upptök skjálftanna eru þó talsvert frá jöklinum.
Þá mældist einn skjálfti í morgun nærri Heklu. Hann mældist um 2,4 á richter en upptök hans voru á þekktu sprungusvæði.
Mikið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli
