Erlent

Mikið mannfall þegar skotið var á sjúkrahús í Aleppo

Atli Ísleifsson skrifar
Sýrlenski stjórnarherinn hefur meðal annars gert árásir í hverfunum Shaar, Sukkari, Sakhour og Karam al-Beik í austurhluta Aleppo.
Sýrlenski stjórnarherinn hefur meðal annars gert árásir í hverfunum Shaar, Sukkari, Sakhour og Karam al-Beik í austurhluta Aleppo. Vísir/AFP
Mikið mannfall varð í loftárásum flughers sýrlenska stjórnarhersins í austurhluta stórborgarinnar Aleppo fyrr í dag. Uppreisnarhópar ráða yfir borgarhlutanum, en stjórnarherinn skaut meðal annars á sjúkrahús, blóðbanka og sjúkrabíla.

Í frétt BBC segir að 21 maður hafi farist í árásunum, þar af fimm börn og heilbrigðisstarfsmaður. Forstjóri Bayan barnaspítalans og fleiri neyddust til að leita skjóls í kjallara sjúkrahússins á meðan árásinni stóð.

Eftirlitsaðilar segja að 32 manns hafi látið lífið í Aleppo síðustu tvo sólarhringana.

Loftárásir héldu áfram í dag eftir að þriggja vikna hlé, sem Rússlandsher, sem er bandamaður Sýrlandsstjórnar, hafði lýst yfir, lauk.

Sýrlenski stjórnarherinn hefur meðal annars gert árásir í hverfunum Shaar, Sukkari, Sakhour og Karam al-Beik í austurhluta Aleppo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×