Innlent

Mikið annríki hjá björgunarsveitum

Björgunarsveitir víðast hvar á landinu voru við störf fram undir miðnætti vegna veðursins sem gengið hefur yfir landið. Tuttugu og fjórar sveitar voru við störf í gær og fara nokkrar þeirra af stað aftur núna klukkan sjö.

Í gær var ástandið verst í Vestmannaeyjum og á Norður- og Norðausturlandi. Sveitirnar aðstoðuðu vegna foks og komu einnig fjölda ferðalanga til hjálpar sem sátu fastir í bílum sínum. Til að mynda var þrjátíu og fjórum ferðamönnum komið úr bílum sínum norðan við Dettifoss og þeir fluttir á Grímsstaði á Fjöllum, þar sem þeir hafa eytt nóttinni.

Þá voru nokkrar sveitir starfsmönnum RARIK innan handar við að laga raflínur á Norður- og Norðausturlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×