Lífið

Mike Tyson á leið til landsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Hnefaleikakappinn Mike Tyson mun koma hingað til lands í haust. Hann mun flytja sýningu sína sem hann samdi með HBO fyrir áhorfendum. Rúnar Björgvinsson, sem flytur Tyson til landsins, segir að hann muni draga ekkert undan.

„Hann setti upp með sjónvarpsstöðinni HBO sýningu fyrir nokkrum árum sem að heitir Mike Tyson lætur allt flakka. Þar er hann að fara yfir ferilinn sinn frá því að hann er peyi og til dagsins í dag. Hann dregur ekkert undan og þetta er sýnt á stóru sviði með stórum skjáum,“ sagði Björgvin Rúnarsson við Valtýr og Jóa á Bylgjunni í morgun.

Samtal þeirra má hlusta á hér að ofan.

Sýning Tyson er um 90 mínútur að lengd og svo mun hann svara spurningum úr sal í um 45 mínútur. Björgvin hefur unnið að komu Tyson frá því í september en fékk staðfestingu á að hann myndi koma í gærkvöldi. Dagsetningin er þó ekki alveg komin á hreint, en líklegast verður sýningin í september eða október.

Hér að neðan má sjá hluta af sýningu Tyson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×