Erlent

Mexíkóforseti ræðst í gagngerar breytingar á lögreglunni

Atli Ísleifsson skrifar
Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti ávarpaði þjóð sína í gær.
Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti ávarpaði þjóð sína í gær. Vísir/AFP
Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti hefur kynnt nýja áætlun sem snýr að því að gera gagngerar breytingar á lögreglu landsins. Þetta er gert í kjölfar hvarfs 43 stúdenta í landinu fyrr í haust.

Í frétt BBC segir að Pena Nieto hyggst færa öll lögregluumdæmi undir alríkisstjórn.

Stúdentarnir sem um ræðir voru allir kennaranemar sem hurfu í september eftir að hafa mótmælt í bænum Iguala í Guerrero. Hvarf þeirra leiddi til mikilla mótmæla í landinu þar sem margir efuðust um skýringar yfirvalda um að þeir hafi verið myrtir af glæpagengjum.

Pena Nieto sagði í sjónvarpsávarpi í gær að „Mexíkó yrði að breytast“. Hann kynnti tillögur um stjórnarskrárbreytingar sem myndu leysa upp 1.800 lögregluumdæmi og færa þau undir ríkisstofnanir.

Breytingarnar myndu einnig heimila þjóðþinginu að leysa upp sveitarstjórnir þar sem glæpagengi hafa öðlast ítök.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×