Erlent

Mexíkó: 43 drepnir í átökum lögreglu og glæpagengis

Atli Ísleifsson skrifar
Einn lögreglumaður lést í átökunum, en flestir hinna látnu voru liðsmenn Jalisco.
Einn lögreglumaður lést í átökunum, en flestir hinna látnu voru liðsmenn Jalisco. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 43 eru látnir eftir átök lögreglu og liðsmanna glæpagengis í bænum Tanhuato í vesturhluta Mexíkó í gær.

Í frétt BBC segir að átökin tengist baráttu mexíkóskra yfirvalda gegn eiturlyfjaglæpum og glæpahringnum Jalisco sem staðið hefur um árabil.

Einn lögreglumaður lést í átökunum, en flestir hinna látnu voru liðsmenn Jalisco.

Talsmaður yfirvalda segir að skotbardaginn hafi staðið í um þrjá tíma og að lögregla hafi gert fjölmörg skotvopn upptæk á vettvangi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×