Enski boltinn

Meulensteen: United þarf fjóra heimsklassaleikmenn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rene Meulensteen var þjálfari hjá Sir Alex Ferguson um fimm ára skeið.
Rene Meulensteen var þjálfari hjá Sir Alex Ferguson um fimm ára skeið. Vísir/Getty
Fyrrum aðstoðarþjálfari Manchester United, Rene Meulensteen, telur að Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri liðsins, þurfi fjóra heimsklassa leikmenn til þess að geta barist um Englandsmeistaratitilinn.

Manchester United tapaði nokkuð óvænt fyrsta leik tímabilsins þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea í 2-1 sigri velska liðsins um helgina.

„Það er engin skammtímalausn. Þeir hafa tvær vikur í þessum félagsskiptaglugga og það þarf að styrkja liðið verulega. Það þarf að leggja áherslu á varnarmenn og miðjumenn,“ sagði Meulensteen sem hefur mikla trú á 3-5-2 kerfinu sem Van Gaal hefur látið liðið spila.

„Þetta leikkerfi mun virka á endanum þegar leikmennirnir hafa lært inn á það. Það er ferli sem er rétt að byrja en það mun taka langan tíma. “




Fleiri fréttir

Sjá meira


×