Metum tónlistarmenntun að verðleikum Helga Mikaelsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Miðvikudaginn 22. október hafa meðlimir FT fyrirhugað verkfall ef ekki næst að samþykkja kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga. FT er eina félagið innan KÍ sem ekki hefur fengið nýjan kjarasamning þrátt fyrir 10 mánaða bið. Hvað á það þýða? Þetta fólk hefur margt hvert varið miklum fjármunum og tíma í að mennta sig í skólum víðs vegar um heiminn og komið heim með mikla þekkingu til að miðla til nemenda sinna. Á síðustu sjö árum hef ég hlotið tónlistarmenntun í Skólahljómsveit Kópavogs og nú í Tónlistarskóla Reykjavíkur og get ég því vottað að starf þessa fólks er gjörsamlega vanmetið meðal sveitarfélaganna. Það sem þetta fólk gerir á hverjum degi eru svo mikil kraftaverk að því er vart hægt að lýsa með orðum. Ekki nóg með að ég hafi lært að spila á hljóðfæri og lesa nótur heldur hef ég líka lært svo margt varðandi mannleg samskipti og aga. Ég hef oft hugsað um hvað það væri gaman að vera tónlistarkennari og fá að taka þátt í framförum nemenda sinna og jafnvel hjálpa til við að búa til einhvern snilling. En þá fer maður að hugsa um launin. Er ég tilbúin að eyða fjölda ára í að mennta mig á hljóðfærið mitt og fá síðan ekki laun sem geta borgað námslánin…ég satt best að segja er ekki viss. Því miður held ég að það séu margir á mínum aldri á svipuðum stað. Ef það á að verða endurnýjun í stétt tónlistarkennara þarf að bæta kjarasamningana til þess að laða fleiri að en fyrst og fremst er kominn tími til að launa núverandi kennurum fyrir þeirra ómetanlega framlag til menntunar, með því að bæta kjör þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 22. október hafa meðlimir FT fyrirhugað verkfall ef ekki næst að samþykkja kjarasamning við Samband íslenskra sveitafélaga. FT er eina félagið innan KÍ sem ekki hefur fengið nýjan kjarasamning þrátt fyrir 10 mánaða bið. Hvað á það þýða? Þetta fólk hefur margt hvert varið miklum fjármunum og tíma í að mennta sig í skólum víðs vegar um heiminn og komið heim með mikla þekkingu til að miðla til nemenda sinna. Á síðustu sjö árum hef ég hlotið tónlistarmenntun í Skólahljómsveit Kópavogs og nú í Tónlistarskóla Reykjavíkur og get ég því vottað að starf þessa fólks er gjörsamlega vanmetið meðal sveitarfélaganna. Það sem þetta fólk gerir á hverjum degi eru svo mikil kraftaverk að því er vart hægt að lýsa með orðum. Ekki nóg með að ég hafi lært að spila á hljóðfæri og lesa nótur heldur hef ég líka lært svo margt varðandi mannleg samskipti og aga. Ég hef oft hugsað um hvað það væri gaman að vera tónlistarkennari og fá að taka þátt í framförum nemenda sinna og jafnvel hjálpa til við að búa til einhvern snilling. En þá fer maður að hugsa um launin. Er ég tilbúin að eyða fjölda ára í að mennta mig á hljóðfærið mitt og fá síðan ekki laun sem geta borgað námslánin…ég satt best að segja er ekki viss. Því miður held ég að það séu margir á mínum aldri á svipuðum stað. Ef það á að verða endurnýjun í stétt tónlistarkennara þarf að bæta kjarasamningana til þess að laða fleiri að en fyrst og fremst er kominn tími til að launa núverandi kennurum fyrir þeirra ómetanlega framlag til menntunar, með því að bæta kjör þeirra.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar