Innlent

Metfjöldi túrista um áramótin

MÞL skrifar
Erna Hauksdóttir
Erna Hauksdóttir
Fleiri erlendir ferðamenn dvöldust í Reykjavík um áramótin en áður hefur þekkst á þessum árstíma. Nánast öll hótel í borginni hafa verið full síðustu daga.

„Það voru umtalsvert fleiri ferðamenn hér á landi um áramótin en verið hefur og mjög líflegt,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og heldur áfram: „Það hefur alltaf verið fullt í Perlunni á gamlárskvöld en núna var einnig mikill fjöldi í veitingasölum hótelanna og á þeim veitingahúsum sem voru opin. Þá var talsvert sótt í brennuferðir og fleira sem er í boði þetta kvöld.“

Árið 2012 var algjört metár þegar litið er til fjölda erlendra ferðamanna sem heimsóttu Ísland. Á fyrsta ellefu mánuðum ársins fóru rétt tæplega 619 þúsund ferðamenn frá landinu í gegnum Leifsstöð en þeir voru rétt tæplega 520 þúsund á sama tímabili árið 2011.

Erna segir að sömu þættir megi skýra fjölgun ferðamanna yfir áramótin og skýrt hafi fjölgunina yfir árið en þó bætist við tvær þættir. „Við höfum verið með markaðsátak í gangi sem nefnist „Ísland allt árið“ þar sem verið er að vekja athygli á Reykjavík sem borg og Íslandi sem ferðamannastað yfir vetrartímann. Auk þess hefur verið nokkur umfjöllun um Ísland í fjölmiðlun erlendis upp á síðkastið sem hefur beinst að flugeldasýningum og þeim líflegu áramótum sem við þekkjum,“ segir Erna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×