Viðskipti erlent

Metallica flýtir tónleikaferð af ótta við evrusvæðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Metallica er hrædd við að evrusamstarfið liðist í sundur.
Metallica er hrædd við að evrusamstarfið liðist í sundur.
Rokkhljómsveitin Metallica ætlar að flýta tónleikaferð sinni um Evrópu af ótta við að evrusamstarfið muni liðast i sundur. Hljómsveitin óttast að ef það myndi gerast yrði erfiðara fyrir tónleikahaldara að standa skil á greiðslum til hljómsveitarinnar. Áætlað var að tónleikaferðin yrði farin árið 2013 en Wall Street Journal segir að hljómsveitin vilji ráðast í ferðina næsta sumar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×