Innlent

Mesti snjór í manna minnum

Þessi ljósmynd var tekin á Blönduósi í gær og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Þessi ljósmynd var tekin á Blönduósi í gær og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd/Jóhannes Viktorsson
Rólegt hefur verið hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg það sem af er degi og útköll fá. Vindur er enn mikill í flestum landshlutum en Veðurstofa spáir stormi víðast hvar í dag. Þannig voru björgunarmenn úr Björgunarfélagi Akraness kallaðir til í morgun þegar þakplötur losnuðu af húsum undir Akrafjalli en mikið óveður er á svæðinu. Þá losnuðu einnig þakplötur og fuku við Flatahraun og Réttarháls í morgun.

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa þó haft í nógu að snúast í dag. Mikið fannfergi er á Austurlandi og víðar. Björgunarsveitin Hérað hefur sinnt sinnt bæði heilbrigðis- og félagsþjónustu á Egilsstöðum í dag og skutlað fólki í og úr vinnu. Í samtali við fréttastofu sagði Kjartan Benediktsson, formaður Héraðs, að útköll hafi verið af öllum toga, allt frá því að koma mat til eldri borgara og bjarga hrossum snjó. Kjartan segist ekki muna eftir svo miklum snjó á Egilsstöðum.

Fyrr í dag aðstoðaði Björgunarsveitin Súlur á Akureyri við draga ísingu hafa Laxárlínu sem gengur á milli Rangárvalla við Akureyri og Laxárstöðva.

Samkvæmt spá Veðurstofu fer að draga úr vindi seinna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×