Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 11:53 Framkvæmdastjóri SA segir stöðuna á vinnumarkaði grafalvarlega og að 30 % launahækkun yfir línuna væri ávísun á kollsteypu hagkerfisins með gengisfellingum og óðaverðbólgu. mynd/SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira