Viðskipti innlent

Mesta ferðagleði Íslendinga síðan 2008

Sæunn Gísladóttir skrifar
Aldrei hafa fleiri Íslendingar haldið erlendis í septembermánuði og nú.
Aldrei hafa fleiri Íslendingar haldið erlendis í septembermánuði og nú. Vísir/Vilhelm
Brottfarir Íslendinga eru komnar upp í tæp 337 þús. á fyrstu 9 mánuðum ársins, sem er um 13% fjölgun milli ára. Fleiri Íslendingar hafa ekki haldið út fyrir landsteinanna síðan árið 2008, og í raun hefur þessi fjöldi aðeins tvívegis áður verið meiri, þ.e. 2007 og 2008, segir í greiningu Íslandsbanka. Þó ber hér eðlilega að taka tillit til að Íslendingum fjölgar ár frá ári, og sé það tekið með í reikninginn þá leyfðu hlutfallslega fleiri Íslendingar sé þann munað að fara erlendis á árunum 2005-2008 en hafa gert á yfirstandandi ári, en við nálgumst þó óðum árið 2005 í því sambandi.  

Aldrei fleiri Íslendingar erlendis í september

Líkt og við mátti búast þá var mikil fjölgun á brottförum Íslendinga um Keflavík í september, og í raun hafa aldrei fleiri Íslendingar haldið erlendis í septembermánuði og nú. Líklega hefur leikurinn Holland-Ísland komið hér við sögu, en skv. fréttamiðlum voru rúmlega 3 þús. Íslendingar á leiknum, og hafa aldrei fleiri landsmenn fylgt íslensku liði á útivöll. Þessi þróun er í takti við aðrar hagstærðir sem gefa tóninn varðandi þróun einkaneyslu þessa dagana, en þær benda til þess að neysla landsmanna sé á talsverðri siglingu um þessar mundir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×