Enski boltinn

Messan: Bilic réðst á Mike

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það hefur gengið á ýmsu hjá West Ham og knattspyrnustjóranum Slaven Bilic þetta tímabilið.

Eftir slæma byrjun á tímabilinu missti liðið Dimitri Payet til Marseille en það gekk á ýmsu varðandi þau félagaskipti.

West Ham hefur náð að klífa töfluna síðustu vikurnar og áður en að kom að leik liðsins gegn West Brom um helgina höfðu lærisveinar Bilic unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum á undan.

Það stefndi í sigur West Ham-manna sem voru með 2-1 forystu þegar komið var á fimmtu mínútu uppbótartímans.

Þá henti West Brom öllu sínu liði á vallarhelming West Ham og það bar árangur er Gareth McAuley skoraði jöfnunarmark West Brom.

Bilic var hins vegar mjög ósáttur við margt í aðdraganda marksins og tapaði sér alveg eftir að McAuley skoraði, eins og þeir Messumenn lýstu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport.

„Hann hélt að þetta væri Mike Dean. Hann tekur hérna Mike og þrumar honum niður,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi, í léttum dúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×