Viðskipti innlent

Mentor fékk nýsköpunarverðlaunin

Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Mentors.
Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Mentors.
Fyrirtækið Mentor, sem búið framleiðir upplýsingakerfi fyrir skóla, fékk afhent nýsköpunarverðlaunin í morgun. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, afhenti Vilborgu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Mentor, verðlaunin á nýsköpunarþingi sem haldið var á Grand Hóteli.

Starfsmenn Mentors eru nú 55 talsins, þar af eru 25 á Íslandi og 30 í Svíþjóð. Fyrirtækið þjónustar um 1.000 skóla víðs vegar um heiminn með hugbúnaði sínum.

Vilborg sagði Mentor vera búið að slíta barnskónum og ætti framtíðina fyrir sér. Hún þakkaði árangur fyrirtækisins ekki síst mikilvægum fjárframlögum frá Tækniþróunarsjóði og þeim tíma í starfsemi fyrirtækisins, þar sem allt kapp var lagt á rannsóknir og þróun. Þessi framlög hefðu auðveldað það sem á eftir hefði komið. Fyrirtækið stæði vel og ætti framtíðina fyrir sér, sem væri virkilega spennandi þegar kæmi að skólastarfi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×