Mengun við þolmörk á Grundartanga Helga Arnardóttir skrifar 8. maí 2013 22:55 Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið. Nú þurfi markvisst að vinna í því að draga úr mengun á svæðinu og stöðva þar frekari uppbyggingu. Mengun vegna brennisteinstvíoxíðs af völdum stóriðju á Grundartanga í Hvalfirði, er við þolmörk, samkvæmt nýrri skýrslu Faxaflóahafna. Frekari uppbygging á svæðinu er því ekki möguleg nema reglur um umhverfismengun verði rýmkaðar. Samkvæmt skýrslunni er flúormengun langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar gróður og loftmengun. Einn skýrsluhöfunda sagði í fréttum gær að uppsöfnun flúors hefði hins vegar greinst í gömlu sauðfé, sem hringdi aðvörunarbjöllum þar sem uppsöfnunin væri komin á það stig að hægt væri að greina tannskemdir og bólgur í tönnum. Bændur á svæðinu hafa haft miklar áhyggjur af áhrifum flúormengunar á skepnur og Ragnheiður Þorgrímsdóttir hrossabóndi er ein þeirra en bærinn hennar Kúludalsá er skammt frá álverinu. Hún fagnar úttekt Faxaflóahafna en segir að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir en gerðar hafi verið sérstaklega með tilliti til brennisteins, flúor- og svifriksmengunar. „Það sem ég og fleiri höfum verið að benda á ítrekað er að það vantar fleiri mælingar á fleiri þáttum til að fá þessa heildarmynd sem menn eru að sækjast eftir. Við vitum svo lítið hvað húsdýrin okkar þola af flúor. Það vantar grunngildi og rannsóknir," segir Ragnheiður. Hún segir engin íslensk viðmiðunarmörk vera til fyrir íslenskt búfé, heldur sé stuðst við tæplega 20 ára rannsóknir á þolmörkum norskra dádýra við flúormengun sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Faxaflóahafna. Hún segir flúormælingar einnig þurfa að fara fram í mjúkvefjum dýra en ekki eingöngu í tönnum og beinum eins og gert sé nú. „Við erum að tala um verksmiðjur sem eru spúandi eitri allan sólarhringinn allan ársins hring og það er bara svo lítið vitað um svona lagað á Íslandi. Það hefur ekki verið metnaður í að láta húsdýrin njóta vafans í þessu samhengi og það verður að taka betur á því," segir Ragnheiður. Sigurbjörn Hjaltason bóndi á Kiðafelli hinum megin við fjörðinn segist þakklátur fyrir gerð skýrslunnar sem fengist hafi í gegn eftir mikið þref. „Við teljum að útkoman sé þó jákvæð í neikvæðri stöðu. Við metum það þannig að þarna sé búið að ná ákveðnum botni og að menn átti sig nú á þeirri staðreynd sem við höfum verið að tala um að það er aukin mengun hér í firðinum og hann er orðinn fulllestaður af flúor og brennisteini. Ég vona að menn geti farið að tala saman og farið að vinna markvisst að því að draga úr þessari mengun og stöðva frekari uppbyggingu þarna," segir Sigurbjörn.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira