Meirihluti Þingeyjarsveitar hjólar í héraðsmiðil Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2015 20:23 Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri 641.is, og Arnór Benónýsson, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sendi héraðsmiðli í sveitarfélaginu, netmiðlinum 641.is þrjár spurningar þar sem spurt er hvort miðillinn gangi hagsmuna einhverra eða sé stýrt af geðþótta og eða skoðunum ritstjóra og sé þar af leiðandi hans eigin áróðursblogg. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri lítur þetta alvarlegum augum og túlkar spurningarnar sem þöggunartilburði meirihlutans. Forsaga málsins er sú að vefmiðillinn 641.is sendi meirihluta Þingeyjarsveitar spurningar varðandi framkvæmdir í skólamálum sveitarfélagsins. Til stendur að loka einni skóladeild í sveitarfélaginu og flytja allt grunnskólanám að Þingeyjarskóla úr Litlulaugaskóla.Deilt um lokun Þingeyjarskóla Mikill hiti hefur verið í Þingeyjarsveit vegna lokunar Litlulaugaskóla og hefur grunnskólakennurum nokkrum verið sent bréf þar sem þeir geta átt von á uppsögn vegna þess að þeir eru taldir lakari kennarar en aðrir. Því hefur málið allt saman verið mjög viðkvæmt í sveitarfélaginu og vefurinn 641.is hefur greint frá óánægju íbúa með ráðahag stjórnarinnar. Meirihluti sveitarstjórnar svaraði spurningum vefmiðilsins, sem er eini héraðsmiðillinn í Þingeyjarsveit eingöngu. Meirihluti sveitarstjórnar lét ekki þar við sitja heldur spurði í framhaldinu þriggja spurninga. 1. Er 641.is netmiðill sem flytur fréttir úr héraði? 2. Er 641.is málgagn T-listans (minnihlutans, innskot blaðamanns) og eða þeirra sem ekki eru sammála stefnu meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar? 3. Er 641.is áróðursblogg sem þjónar og mótast af persónulegum skoðunum eigandans?Tekur spurningarnar alvarlega Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri vefmiðilsins, tekur þessar spurningar alvarlega. „Það er grafalvarlegt ef sitjandi meirihluti og stjórnvald í Þingeyjarsveit bregst svona við spurningum héraðsmiðils. Að mínu mati er um þöggunartilburði meirihluta sveitarstjórnar að ræða. Ég hefði talið það til tekna fyrir sveitarfélagið að hafa gagnrýninn héraðsmiðil á þessu litla svæði. Þetta upphlaup meirihlutans er ekki gott fyrir lýðræðið og það er alvarlegt ef stjórnmálamenn reyna með þessum hætti að hafa áhrif á fréttaskrif. Fjölmiðlar eru fjórða valdið og mikilvægt lýðræðinu og mér finnst leitt ef mér eru gerðar upp skoðanir eins og er gert í bréfi meirihlutans,“ segir Hermann. Arnór Benónýsson, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, segir það ekki skipta máli hvað honum finnist um vefmiðilinn 641.is heldur skipti máli hvað lesendum finnist. Ástæður þess að meirihlutinn hafi sent þarna spurningar til héraðsmiðilsins væru einfaldar. „Það er nú bara þannig að hann sendi okkur spurningar fyrst og við svöruðum honum. Í framhaldinu spurðum við bara ritstjórann til að glöggva okkur á fréttamat og stefnu miðilsins. Ég vísa því alfarið á bug að hér sé um einhverja þöggunartilburði að ræða,“ segir Arnór. Í niðurlagi bréfs meirihlutans segir orðrétt:„Jafn gott og mikilvægt og það er að hafa fréttamiðil í sveitarfélaginu sem þjónar hagsmunum íbúanna þá er því miður ekki hægt að líta á miðil sem fréttamiðil sem flytur bara einhliða fréttir. Það eru ekki hagsmunir íbúa að fá að vita hlutina út frá afstöðu einstakra hópa. Öll höfum við gott af gagnrýni en gagnrýni sem er einhliða getur ekki þjónað hagsmunum íbúa, íbúar eiga skilið að vita báðar hliðar. Allir eru frjálsir að skoðunum sínum og gott að sem flest sjónarmið komi fram. Það er vont þegar aðilar sigla undir fölsku flaggi. Ef um persónulegar skoðanir er að ræða hjá 641 þá væri best að miðillinn héti réttu nafni „bloggmiðill Hermanns“. Ef miðillinn er að þjóna einhverjum sérstökum hópi þá væri best að hann héti eftir þeim hópi. Ef miðillinn trúir því í alvöru að hann sé að flytja okkur óhlutbundnar fréttir þá er það okkar skoðun að það vanti talsvert þar uppá og við biðjum um að menn vandi vinnubrögð.“ Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira
Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sendi héraðsmiðli í sveitarfélaginu, netmiðlinum 641.is þrjár spurningar þar sem spurt er hvort miðillinn gangi hagsmuna einhverra eða sé stýrt af geðþótta og eða skoðunum ritstjóra og sé þar af leiðandi hans eigin áróðursblogg. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri lítur þetta alvarlegum augum og túlkar spurningarnar sem þöggunartilburði meirihlutans. Forsaga málsins er sú að vefmiðillinn 641.is sendi meirihluta Þingeyjarsveitar spurningar varðandi framkvæmdir í skólamálum sveitarfélagsins. Til stendur að loka einni skóladeild í sveitarfélaginu og flytja allt grunnskólanám að Þingeyjarskóla úr Litlulaugaskóla.Deilt um lokun Þingeyjarskóla Mikill hiti hefur verið í Þingeyjarsveit vegna lokunar Litlulaugaskóla og hefur grunnskólakennurum nokkrum verið sent bréf þar sem þeir geta átt von á uppsögn vegna þess að þeir eru taldir lakari kennarar en aðrir. Því hefur málið allt saman verið mjög viðkvæmt í sveitarfélaginu og vefurinn 641.is hefur greint frá óánægju íbúa með ráðahag stjórnarinnar. Meirihluti sveitarstjórnar svaraði spurningum vefmiðilsins, sem er eini héraðsmiðillinn í Þingeyjarsveit eingöngu. Meirihluti sveitarstjórnar lét ekki þar við sitja heldur spurði í framhaldinu þriggja spurninga. 1. Er 641.is netmiðill sem flytur fréttir úr héraði? 2. Er 641.is málgagn T-listans (minnihlutans, innskot blaðamanns) og eða þeirra sem ekki eru sammála stefnu meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar? 3. Er 641.is áróðursblogg sem þjónar og mótast af persónulegum skoðunum eigandans?Tekur spurningarnar alvarlega Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri vefmiðilsins, tekur þessar spurningar alvarlega. „Það er grafalvarlegt ef sitjandi meirihluti og stjórnvald í Þingeyjarsveit bregst svona við spurningum héraðsmiðils. Að mínu mati er um þöggunartilburði meirihluta sveitarstjórnar að ræða. Ég hefði talið það til tekna fyrir sveitarfélagið að hafa gagnrýninn héraðsmiðil á þessu litla svæði. Þetta upphlaup meirihlutans er ekki gott fyrir lýðræðið og það er alvarlegt ef stjórnmálamenn reyna með þessum hætti að hafa áhrif á fréttaskrif. Fjölmiðlar eru fjórða valdið og mikilvægt lýðræðinu og mér finnst leitt ef mér eru gerðar upp skoðanir eins og er gert í bréfi meirihlutans,“ segir Hermann. Arnór Benónýsson, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, segir það ekki skipta máli hvað honum finnist um vefmiðilinn 641.is heldur skipti máli hvað lesendum finnist. Ástæður þess að meirihlutinn hafi sent þarna spurningar til héraðsmiðilsins væru einfaldar. „Það er nú bara þannig að hann sendi okkur spurningar fyrst og við svöruðum honum. Í framhaldinu spurðum við bara ritstjórann til að glöggva okkur á fréttamat og stefnu miðilsins. Ég vísa því alfarið á bug að hér sé um einhverja þöggunartilburði að ræða,“ segir Arnór. Í niðurlagi bréfs meirihlutans segir orðrétt:„Jafn gott og mikilvægt og það er að hafa fréttamiðil í sveitarfélaginu sem þjónar hagsmunum íbúanna þá er því miður ekki hægt að líta á miðil sem fréttamiðil sem flytur bara einhliða fréttir. Það eru ekki hagsmunir íbúa að fá að vita hlutina út frá afstöðu einstakra hópa. Öll höfum við gott af gagnrýni en gagnrýni sem er einhliða getur ekki þjónað hagsmunum íbúa, íbúar eiga skilið að vita báðar hliðar. Allir eru frjálsir að skoðunum sínum og gott að sem flest sjónarmið komi fram. Það er vont þegar aðilar sigla undir fölsku flaggi. Ef um persónulegar skoðanir er að ræða hjá 641 þá væri best að miðillinn héti réttu nafni „bloggmiðill Hermanns“. Ef miðillinn er að þjóna einhverjum sérstökum hópi þá væri best að hann héti eftir þeim hópi. Ef miðillinn trúir því í alvöru að hann sé að flytja okkur óhlutbundnar fréttir þá er það okkar skoðun að það vanti talsvert þar uppá og við biðjum um að menn vandi vinnubrögð.“
Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira