Meirihluti óöruggur í miðbæ Reykjavíkur Eva Bjarnadóttir skrifar 24. desember 2013 07:00 Meirihluti borgarbúa er öruggur í eigin hverfi Í könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á viðhorfum til lögreglunnar, ótta við afbrot og reynslu af þeim, kemur fram að meirihluti höfuðborgarbúa telur sig vera óörugga eina á gangi í miðborg Reykjavíkur að næturlagi. Konur telja sig óöruggari í miðborginni heldur en karlar og hlutfall þeirra sem eru óöruggir eykst eftir því sem þeir búa fjær miðborginni. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda taldi sig hins vegar örugga í eigin hverfi á gangi að næturlagi. Konur eru þó óöruggari en karlar og eru íbúar Breiðholts óöruggari í samanburði við íbúa annarra svæða. Afbrot eru þó ekki tíðari í Breiðholtinu en annars staðar. Tæplega sextíu prósent svarenda telja sig vera mjög eða frekar óörugga eina á gangi í miðborg Reykjavíkur eftir að myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Einungis sex prósent svarenda töldu sig mjög örugga eina á gangi á þessu svæði. Þessar niðurstöður eru svipaðar og niðurstöður fyrri ára. Karlar telja sig öruggari en konur eftir miðnætti um helgar í miðborginni. Þá er ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára mun líklegra en aðrir til að finna til öryggis við þessar aðstæður. Eftir því sem fólk býr lengra frá miðborginni, verður það óöruggara þar að næturlagi. Ríflega sextíu prósent íbúa í Mosfellsbæ og Kjalarnesi telja sig óörugga, en eingöngu þrjátíu prósent miðborgarbúa. Hins vegar telur mikill meirihluti þátttakenda sig vera örugga einir á gangi að næturlagi í sínu eigin hverfi. Líkt og í miðborginni eru karlar líklegri til að finna fyrir öryggi einir á gangi í sínu hverfi í samanburði við konur. Þá telja íbúar Breiðholts sig óöruggari í eigin hverfi samanburði við íbúa annarra svæða. Í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2013 má þó sjá að afbrot eru ekki algengari í Breiðholti heldur en á öðrum svæðum borgarinnar, miðað við íbúafjölda. Könnunin, sem framkvæmd hefur verið árlega síðan 2007 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, tók til tvö þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 14. maí til 23. júní, og var svarhlutfall 64 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem könnunin fór eingöngu fram rafrænt á internetinu og er talið að það hafi haft áhrif á niðurstöður hennar. Til dæmis hefur þeim fjölgað sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisbroti eftir að farið var að leggja fyrir netkönnun, en slík svör komu sjaldan fram þegar könnunin var lögð fyrir í gegnum síma, segir í niðurstöðum Félagsvísindastofnunar. Í könnuninni nú sögðust 18 svarendur hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2012, eða eitt prósent svarenda. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Í könnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á viðhorfum til lögreglunnar, ótta við afbrot og reynslu af þeim, kemur fram að meirihluti höfuðborgarbúa telur sig vera óörugga eina á gangi í miðborg Reykjavíkur að næturlagi. Konur telja sig óöruggari í miðborginni heldur en karlar og hlutfall þeirra sem eru óöruggir eykst eftir því sem þeir búa fjær miðborginni. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda taldi sig hins vegar örugga í eigin hverfi á gangi að næturlagi. Konur eru þó óöruggari en karlar og eru íbúar Breiðholts óöruggari í samanburði við íbúa annarra svæða. Afbrot eru þó ekki tíðari í Breiðholtinu en annars staðar. Tæplega sextíu prósent svarenda telja sig vera mjög eða frekar óörugga eina á gangi í miðborg Reykjavíkur eftir að myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Einungis sex prósent svarenda töldu sig mjög örugga eina á gangi á þessu svæði. Þessar niðurstöður eru svipaðar og niðurstöður fyrri ára. Karlar telja sig öruggari en konur eftir miðnætti um helgar í miðborginni. Þá er ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára mun líklegra en aðrir til að finna til öryggis við þessar aðstæður. Eftir því sem fólk býr lengra frá miðborginni, verður það óöruggara þar að næturlagi. Ríflega sextíu prósent íbúa í Mosfellsbæ og Kjalarnesi telja sig óörugga, en eingöngu þrjátíu prósent miðborgarbúa. Hins vegar telur mikill meirihluti þátttakenda sig vera örugga einir á gangi að næturlagi í sínu eigin hverfi. Líkt og í miðborginni eru karlar líklegri til að finna fyrir öryggi einir á gangi í sínu hverfi í samanburði við konur. Þá telja íbúar Breiðholts sig óöruggari í eigin hverfi samanburði við íbúa annarra svæða. Í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2013 má þó sjá að afbrot eru ekki algengari í Breiðholti heldur en á öðrum svæðum borgarinnar, miðað við íbúafjölda. Könnunin, sem framkvæmd hefur verið árlega síðan 2007 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, tók til tvö þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 14. maí til 23. júní, og var svarhlutfall 64 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem könnunin fór eingöngu fram rafrænt á internetinu og er talið að það hafi haft áhrif á niðurstöður hennar. Til dæmis hefur þeim fjölgað sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisbroti eftir að farið var að leggja fyrir netkönnun, en slík svör komu sjaldan fram þegar könnunin var lögð fyrir í gegnum síma, segir í niðurstöðum Félagsvísindastofnunar. Í könnuninni nú sögðust 18 svarendur hafa orðið fyrir kynferðisbroti árið 2012, eða eitt prósent svarenda.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent