Meiri æfingar á þurru landi skilar Eygló Ósk betri árangri í lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2015 06:30 Eygló er komin með lágmörk á næsta HM sem og næstu Ólympíuleika. vísir/valli Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst Íslendinga búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en það gerði hún er hún setti nýtt Norðurlandamet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasundsambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem var sex ára gamalt og í eigu Pernille Larsen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sekúndu. „Ég er himinlifandi með að hafa náð þessu, alveg í skýjunum,“ sagði Eygló við Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á lokadegi mótsins. Eygló virðist í afar góðu formi um þessar mundir og stefnir á að bæta sig enn meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 10.-12. apríl. „Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó svo að það sé minni samkeppni en hér úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvernig mér gengur,“ segir Eygló. Eygló keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi og miðað við að hún er enn að bæta sig í greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka í Ríó. „Það er vissulega léttir að vera búin að ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná lágmarki fyrir London og það var mikil pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt mér að tækninni og öðrum þáttum,“ segir hún. „En auðvitað stefni ég mun hærra en að ná bara lágmarkinu.“vísir/valliHugurinn getur gert margt gott Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfingum „á þurru landi“ betur samhliða æfingum í lauginni. „Ég hef lyft meira og gert ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar til, enda getur hugurinn gert margt gott en líka margt slæmt,“ segir hún. „En heilt yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að koma heim og æfa.“ HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rússlandi í sumar og þar verður Eygló Ósk á meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem stendur er Eygló með fimmta besta árangur heimsins í 200 m baksundi og þann næstbesta í Evrópu. Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslandsmet á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti hún von á því að ná svo góðum árangri svo snemma á tímabilinu. „Ég er aðeins á undan áætlun og það boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta mig enn meira í sumar og ég vona innilega að ég geri það. Þetta lítur vel út.“ Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12 Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir er fyrst Íslendinga búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en það gerði hún er hún setti nýtt Norðurlandamet í 200 m baksundi á Opna danska meistaramótinu í sundi í fyrradag. Hún synti þá á 2:09,86 mínútum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni um tæpa hálfa sekúndu en lágmark Alþjóðasundsambandsins, FINA, inn á leikana í Ríó er 2:10,60 mínútur. Norðurlandametið, sem var sex ára gamalt og í eigu Pernille Larsen frá Danmörku, bætti hún um 0,41 sekúndu. „Ég er himinlifandi með að hafa náð þessu, alveg í skýjunum,“ sagði Eygló við Fréttablaðið í gær en hún var þá nýbúin að synda sig inn í úrslit í 50 m baksundi á lokadegi mótsins. Eygló virðist í afar góðu formi um þessar mundir og stefnir á að bæta sig enn meira á Íslandsmeistaramótinu [ÍM] í 50 m laug sem fer fram í Laugardalslauginni 10.-12. apríl. „Ég gef venjuleg allt sem ég á í ÍM, þó svo að það sé minni samkeppni en hér úti, en ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvernig mér gengur,“ segir Eygló. Eygló keppti á Ólympíuleikunum í London árið 2012, þá aðeins sautján ára gömul. Hún hafnaði þá í 20. sæti í 200 m baksundi og miðað við að hún er enn að bæta sig í greininni er ljóst að hún er líkleg til afreka í Ríó. „Það er vissulega léttir að vera búin að ná lágmarkinu og nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því næsta eina og hálfa árið. ÍM árið 2012 snerist eingöngu um að ná lágmarki fyrir London og það var mikil pressa á mér þá. Nú get ég fremur einbeitt mér að tækninni og öðrum þáttum,“ segir hún. „En auðvitað stefni ég mun hærra en að ná bara lágmarkinu.“vísir/valliHugurinn getur gert margt gott Hún segist hafa breytt aðeins til í æfingum fyrir þetta keppnistímabil og sinnt æfingum „á þurru landi“ betur samhliða æfingum í lauginni. „Ég hef lyft meira og gert ýmislegt á þurru landi sem hjálpar mikið til. Þá er ég reynslumeiri líka sem hjálpar til, enda getur hugurinn gert margt gott en líka margt slæmt,“ segir hún. „En heilt yfir líður mér mjög vel og ég hlakka til að koma heim og æfa.“ HM í 50 m laug fer fram í Kazan í Rússlandi í sumar og þar verður Eygló Ósk á meðal keppanda og stefnir hún hátt. Sem stendur er Eygló með fimmta besta árangur heimsins í 200 m baksundi og þann næstbesta í Evrópu. Eygló endaði síðasta ár af krafti er hún vann allar sex einstaklingsgreinar sínar á ÍM í 25 m laug og bætti hún als níu Íslandsmet á árinu. Nýja árið byrjar vel og og átti hún von á því að ná svo góðum árangri svo snemma á tímabilinu. „Ég er aðeins á undan áætlun og það boðar bara gott. Ég býst svo við að bæta mig enn meira í sumar og ég vona innilega að ég geri það. Þetta lítur vel út.“
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45 Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12 Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Eygló Ósk: Mig hefur dreymt um að ná þessu meti í þrjú ár Lágmörkin ekki aðalatriðið fyrir sunddrottninguna sem stefnir miklu hærra. 30. mars 2015 17:45
Eygló Ósk setti Norðurlandamet og náði fyrst allra lágmarki á ÓL 2016 Sundkonan magnaða með þriðja besta tímann í Evrópu í 200 metra baksundi. 30. mars 2015 17:12
Eygló Ósk fékk brons í 50 metra baksundi Nýbakaður Norðurlandamethafinn þurfti að játa sig sigraða í baráttunni við Pólverja og Dana. 31. mars 2015 19:46