Meira magn en kom í öllu Eyjafjallagosinu JMG skrifar 24. maí 2011 18:38 Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. „Gosmökkurinn er orðinn ansi mikið lægri en hann var, komnn niður í dag í þremur til fimm kílómetrum og hverfur alveg af radarnum inn á milli, síðan koma svona púst sem fara alveg upp í sjö og hálfan kílómeter inn á milli, kom eitt slíkt um tvöleitið í dag en það er svona að draga all mikið úr gosinu," segir Steinunn S. Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands Búist er við að það haldi áfram að draga úr smám saman. Gosið er því eins og hefðbundið Grímsvatnagos að sögn Steinunnar, það er öflugast fyrstu dagana en fjara svo út. Grímsvötn eru það eldfjall á Íslandi sem gýs hvað oftast. Þetta gos er í suðvesturhorni Grímsvatna, á sama stað og gosið 2004. Frá því að því gosi lauk hefur þensla aukist jafnt og þétt á svæðinu. Þegar gos hefst brýst kvikan í gegnum ísinn og upp á yfirborðið. Vatnið í gígnum snöggsíður og veldur því að gosefnin tætast og aska þeytist upp í loftið í sprengigosi. „Á fyrstu sólarhringum gossins er magnið sem kom upp meira en í öllu Eyjafjallajökulsgosinu, öllum fjörtíu dögunum, það gerist bara á fyrsta sólarhringnum, síðan dettur virknin algjörlega niður og er núna komin í um eitt prósent af því sem hún var fyrst, þannig þetta er ekki lengur verulegt öskugos," segir Halldór Björnsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni en hann hefur fylgst grannt með þróun öskufallsins. Hann segir hins vegar sé nú þegar komin mjög mikil aska út í andrúmsloftið og yfir atlantshafið. „Sú aska er að berast til Evrópu og mun þar hafa áhrif á flug næstu daga". Því sé mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri ösku sem nú þegar hefur fallið heldur en þeirri sem er að koma upp í gosinu núna. ,,Askan sem er að myndast núna er ekki stórvandamál, að minnsta kosti ekki fyrir flug í Evrópu og í raun ekki vandamál nema allra næst eldstöðinni," segir Halldór. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Dregið hefur verulega úr styrk gossins í Grímsvötnum. Magn öskunnar sem féll á fyrsta sólarhring þessa goss er meira en öll askan úr gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári. Gosmökkurinn er nú í um þriggja kílómetra hæð og greinist vart á ratsjá. Gosið í Grímsvötnum hefur verið í mikilli rénun í dag. „Gosmökkurinn er orðinn ansi mikið lægri en hann var, komnn niður í dag í þremur til fimm kílómetrum og hverfur alveg af radarnum inn á milli, síðan koma svona púst sem fara alveg upp í sjö og hálfan kílómeter inn á milli, kom eitt slíkt um tvöleitið í dag en það er svona að draga all mikið úr gosinu," segir Steinunn S. Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands Búist er við að það haldi áfram að draga úr smám saman. Gosið er því eins og hefðbundið Grímsvatnagos að sögn Steinunnar, það er öflugast fyrstu dagana en fjara svo út. Grímsvötn eru það eldfjall á Íslandi sem gýs hvað oftast. Þetta gos er í suðvesturhorni Grímsvatna, á sama stað og gosið 2004. Frá því að því gosi lauk hefur þensla aukist jafnt og þétt á svæðinu. Þegar gos hefst brýst kvikan í gegnum ísinn og upp á yfirborðið. Vatnið í gígnum snöggsíður og veldur því að gosefnin tætast og aska þeytist upp í loftið í sprengigosi. „Á fyrstu sólarhringum gossins er magnið sem kom upp meira en í öllu Eyjafjallajökulsgosinu, öllum fjörtíu dögunum, það gerist bara á fyrsta sólarhringnum, síðan dettur virknin algjörlega niður og er núna komin í um eitt prósent af því sem hún var fyrst, þannig þetta er ekki lengur verulegt öskugos," segir Halldór Björnsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni en hann hefur fylgst grannt með þróun öskufallsins. Hann segir hins vegar sé nú þegar komin mjög mikil aska út í andrúmsloftið og yfir atlantshafið. „Sú aska er að berast til Evrópu og mun þar hafa áhrif á flug næstu daga". Því sé mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri ösku sem nú þegar hefur fallið heldur en þeirri sem er að koma upp í gosinu núna. ,,Askan sem er að myndast núna er ekki stórvandamál, að minnsta kosti ekki fyrir flug í Evrópu og í raun ekki vandamál nema allra næst eldstöðinni," segir Halldór.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira