Meira í ríkiskassann og minna í vasa neytenda Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. janúar 2015 09:30 Aukin eftirspurn eftir tollfrjálsum kvóta hækkar verð sem veltur út í verðlagið. Fréttablaðið/Anton Brink Samanburður á tollfrjálsum innflutningskvóta á búvörum frá ESB-ríkjum fyrir árin 2014 og 2015 leiðir í ljós aukna eftirspurn og hærra verð á kvótum. Verð á innflutningskvóta fyrir pylsur, eldaða kjötvöru og þurrkað og reykt kjöt hækkar um 20-30%. Þessi hækkun fer út í verðlagið og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, segir ávinninginn minni fyrir neytandann. „Tilgangur með tollfrjálsum innflutningskvóta var að hleypa hér inn landbúnaðarvörum á lágmarksgjöldum, neytendum til hagsbóta. Sá tilgangur er algjörlega farinn fyrir bí vegna aukinnar eftirspurnar og fyrirkomulags sem er á kaupunum,“ segir Magnús. Hann segir þann sem sækir um tollkvóta taka mikla áhættu. „Hann veit ekki hvað hann mun fá mikinn kvóta. Honum er úthlutað eftir því hver eftirspurnin var og þarf að auki að greiða allan kvótann eftir sjö daga. Þetta þýðir að þú ert búinn að kaupa kvóta í lok árs og skuldbinda þig til að flytja inn á kaupverðinu á árinu á eftir. Ég tel að þetta stangist á við stjórnarskrá, það er að segja, að borga tolla, skatta og gjöld áður en tekjuöflunin verður. Það þarf lítið til að brenna inni með tollkvóta sem þú ert búinn að fyrirframgreiða,“ segir Magnús og segir seljendur almennt gera ráð fyrir þessari áhættu í verðlagningu vörunnar. Þannig skili ágóðinn sér enn síður til neytenda. Félag atvinnurekenda hefur gert samanburð á niðurstöðum útboða á tollfrjálsum innflutningskvóta á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu fyrir árin 2014 og 2015, sem sjá má hér.Slæmt fyrir neytandann Fyrirkomulag á tollfrjálsum kvótum er óhentugt og ágóðinn fyrir neytandann er lítill, að sögn Magnúsar Óla Ólafssonar, forstjóra heildverslunarinnar Innness.Magnús segir fram undan að láta reyna á lögmæti þess hvernig kvótum er úthlutað. „Telur ríkisvaldið þá ekki eðlilegt að endurskoða allt þetta fyrirkomulag?“ spyr Magnús. „Er ekki betra að lækka tolla almennt og hvetja til samkeppni? Ef þeir ætla að halda áfram þessu fyrirkomulagi þá er erfitt að átta sig á því hvernig það á að vera. Hvernig ætla þeir að úthluta þeim? Ætla þeir að hafa bingó eða happdrætti? Eða munu fyrirtæki sækja um á öllum þeim kennitölum sem þau geta? Þetta býður upp á brask.“ Hann telur fyrirkomulagið geta verið brot á samkeppnislögum því það geri litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. „Þú þarft að vera með bankaábyrgð til að kaupa kvóta, það gerir litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Innnes nýtur þess að vera stórt fyrirtæki þegar kemur að þessu en við gerum samt athugasemd við þetta. Það má spyrja sig hvort þetta standist samkeppnislög.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Samanburður á tollfrjálsum innflutningskvóta á búvörum frá ESB-ríkjum fyrir árin 2014 og 2015 leiðir í ljós aukna eftirspurn og hærra verð á kvótum. Verð á innflutningskvóta fyrir pylsur, eldaða kjötvöru og þurrkað og reykt kjöt hækkar um 20-30%. Þessi hækkun fer út í verðlagið og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, segir ávinninginn minni fyrir neytandann. „Tilgangur með tollfrjálsum innflutningskvóta var að hleypa hér inn landbúnaðarvörum á lágmarksgjöldum, neytendum til hagsbóta. Sá tilgangur er algjörlega farinn fyrir bí vegna aukinnar eftirspurnar og fyrirkomulags sem er á kaupunum,“ segir Magnús. Hann segir þann sem sækir um tollkvóta taka mikla áhættu. „Hann veit ekki hvað hann mun fá mikinn kvóta. Honum er úthlutað eftir því hver eftirspurnin var og þarf að auki að greiða allan kvótann eftir sjö daga. Þetta þýðir að þú ert búinn að kaupa kvóta í lok árs og skuldbinda þig til að flytja inn á kaupverðinu á árinu á eftir. Ég tel að þetta stangist á við stjórnarskrá, það er að segja, að borga tolla, skatta og gjöld áður en tekjuöflunin verður. Það þarf lítið til að brenna inni með tollkvóta sem þú ert búinn að fyrirframgreiða,“ segir Magnús og segir seljendur almennt gera ráð fyrir þessari áhættu í verðlagningu vörunnar. Þannig skili ágóðinn sér enn síður til neytenda. Félag atvinnurekenda hefur gert samanburð á niðurstöðum útboða á tollfrjálsum innflutningskvóta á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu fyrir árin 2014 og 2015, sem sjá má hér.Slæmt fyrir neytandann Fyrirkomulag á tollfrjálsum kvótum er óhentugt og ágóðinn fyrir neytandann er lítill, að sögn Magnúsar Óla Ólafssonar, forstjóra heildverslunarinnar Innness.Magnús segir fram undan að láta reyna á lögmæti þess hvernig kvótum er úthlutað. „Telur ríkisvaldið þá ekki eðlilegt að endurskoða allt þetta fyrirkomulag?“ spyr Magnús. „Er ekki betra að lækka tolla almennt og hvetja til samkeppni? Ef þeir ætla að halda áfram þessu fyrirkomulagi þá er erfitt að átta sig á því hvernig það á að vera. Hvernig ætla þeir að úthluta þeim? Ætla þeir að hafa bingó eða happdrætti? Eða munu fyrirtæki sækja um á öllum þeim kennitölum sem þau geta? Þetta býður upp á brask.“ Hann telur fyrirkomulagið geta verið brot á samkeppnislögum því það geri litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. „Þú þarft að vera með bankaábyrgð til að kaupa kvóta, það gerir litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Innnes nýtur þess að vera stórt fyrirtæki þegar kemur að þessu en við gerum samt athugasemd við þetta. Það má spyrja sig hvort þetta standist samkeppnislög.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira