Erlent

Með tvö vopn og þúsundir skota

Samúel Karl Ólason skrifar
DeSai er sagður hafa skotið á fólk sem keyrði fram hjá sér.
DeSai er sagður hafa skotið á fólk sem keyrði fram hjá sér. Vísir/GETTY
Maður sem særði sex manns við fjölbýlishús í Houston í gær var vel undibúinn fyrir skotbardaga. Hann var vopnaður tveimur byssum, einni skammbyssu og hálfsjálfvirkum riffli og var með 2.600 skot. Maðurinn var skotinn til bana af lögreglu en auk hinna sex sem hann særðist slösuðust þrír vegna glerbrota. Einn er sagður í alvarlegu ástandi.

Maðurinn var klæddur í herfatnað og með merki Nasista á fötum sínum. Lögreglan hefur ekki borið kennsl á árásarmanninn, en AP fréttaveitan segir hann hafa heitið Nathan DeSai.

Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða, heldur er DeSai sagður hafa átt í persónulegum vandræðum sem og vandræðum í vinnu.

DeSai er sagður hafa hleypt af 75 skotum áður en hann var skotinn, en níu lögregluþjónar skutu á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×