Martínez vill Meistaradeildina frekar en bikara

 
Enski boltinn
17:00 06. JANÚAR 2016
Roberto Martínez hefur stýrt Everton frá 2013.
Roberto Martínez hefur stýrt Everton frá 2013. VÍSIR/GETTY

Roberto Martínez, knattspyrnstjóri Everton, vill miklu frekar komast í Meistaradeildina heldur en að vinna bikarkeppnir.

Everton tekur á móti Manchester City í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins en Martínez gæti orðið fyrsti maðurinn til að koma með bikar á Goodison Park síðan 1995.

Everton er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig en hefur þó tapað færri leikjum en Crystal Palace, Liverpool, Watford og Stoke sem eru öll fyrir ofan það á töflunni.

Martínez nýtur þess að stýra nokkrum af bestu ungu leikmönnum deildarinnar, mönnum á borð við Romelu Lukaku, John Stones, Ross Barkley og Gerard Deulofeu.

Þó Martínez vonist til að vera maðurinn sem bindur enda á 21 árs eyðimerkurgöngu Everton þá telur hann að einstaka bikarar muni ekki halda þessum ungu stjörnum í Guttagarði.

„Ég tel að vinna bikar haldi ekki ungu leikmönnunum okkar hérna. Það að komast í Meistaradeildina gæti hjálpað okkur að halda í þá,“ segir Martínez.

„Ég er ekki að segja að ég vilji ekki vinna titla því um það snýst þetta félag og metnaðurinn er alltaf að vinna eitthvað. Stóra markmiðið er samt að ná einu af efstu fjórum sætunum,“ segir Roberto Martínez.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Martínez vill Meistaradeildina frekar en bikara
Fara efst