Innlent

Martin Ingi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan fimm í dag. Sigur úr býtum bar Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefni sitt um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Fimm verkefni voru tilnefnd til verðlaunanna í ár:

1. Áhrif aldurs á utangenamerki mannsins en það var unnið af Martin Inga Sigurðssyni.

2. Geo-Breeze sem unnið var af Hildigunni Jónsdóttur og Valdimar Olsen.

3. Nýsköpun í sýndarverum, en það var unnið af Hrafni Þorra Þórissyni.

4. Rafmagnsflugan en það er verkefni Steinþórs Bragasonar.

5. Þráðlaus mæling stökkkrafts, sem er verkefni Guðfinnu Halldórsdóttur og Björns Ómarssonar.

Við athöfnina fluttu forseti Íslands, fulltrúi stúdenta í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna og formaður dómnefndar ávörp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×