Enski boltinn

Markvörður West Ham úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adrían kom til West Ham frá Real Betis árið 2013.
Adrían kom til West Ham frá Real Betis árið 2013. vísir/getty
Spænski markvörðurinn Adrián spilar ekki meira með West Ham á þessu tímabili vegna meiðsla.

Adrián, sem er 29 ára, meiddist á kálfa í 3-0 sigri West Ham á West Brom um síðustu helgi og missir af þeim sökum af þremur síðustu leikjum Hamranna í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham á enn möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er í 6. sæti úrvalsdeildarinnar með 59 stig, fimm stigum á eftir Manchester City sem er í 4. sætinu.

City á aðeins tvo leiki eftir en West Ham þrjá; gegn

Swansea City, Manchester United og Stoke City. Írinn Darren Randolph mun verja mark West Ham í þessum þremur leikjum.

Adrián lék 32 deildarleiki með West Ham í vetur og hélt hreinu í átta þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×