Innlent

Marinó G. Njálsson: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja“

Valur Grettisson skrifar
Marinó G. Njálsson.
Marinó G. Njálsson.

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það," svarar Marinó G. Njálsson hvort hann ætli að endurskoða afstöðu sína eftir að frétt Fréttatímans um skuldastöðu hans birtist í dag. Marinó tilkynnti á bloggi sínu í gær að hann hefði sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtak Heimilanna. Á bloggi sínu skrifar Marinó:

„Vegna ítrekaðrar hnýsni fréttamanna í mín einkamál, sé ég mig tilneyddan til að segja af mér stjórnarmennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna. Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Fréttatímans, hafa ákveðið að mínar skuldir séu söluvara. Hafa þeir ákveðið, þrátt fyrir óskir um hið gagnstæða, að birta frétt um skuldastöðu mína og konu minnar í næsta tölublaði."

Þess má geta að Fréttatíminn birti ekki frétt um skuldastöðu Marinós, heldur greindi blaðið frá því að það hefði lagt fram fyrirspurnir um stöðuna.

Aðspurður hvort Marinó finnist óeðlilegt af fréttamönnum að spyrja um skuldastöðu hans svarar Marínó: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja."

Hann bendir á að fólk í annarri hagsmunagæslu sé iðullega ekki spurt um sína stöðu til þess að réttlæta hagsmunagæslu sína.

Aðspurður hvort hann hafi eitthvað að fela svaraði hann því til að spurning fréttamanns Vísis væri komin á sömu slóðir og Fréttatímans. Hann svaraði hinsvegar að lokum:

„Auðvitað hef ég ekkert að fela og það skiptir ekki máli. Þetta eru mínar prívat skuldir og mitt prívat líf."

Marinó staðfesti hinsvegar í samtali við Vísi að hann myndi halda áfram að sinna trúnaðarstörfum fyrir samtökin en sjálfur var hann á leiðinni á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis þegar við hann var rætt.


Tengdar fréttir

Hættir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður i Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur látið af því embætti. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ástæðan sé endurtekin hnýsni fjölmiðla í sín mál. Málið á rætur að rekja til umfjöllunar Fréttatímans um skuldamál Marínós, eftir því sem fram kemur á bloggvef hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×